Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. apríl. 2015 10:41

Tíu milljóna króna hagnaður ÍA

Miðvikudaginn 15. apríl var 71. ársþing Íþróttabandalags Akraness haldið og var það bæði líflegt og vel sótt. Fjölmörg mál lágu fyrir þinginu og róttækar breytingar lagðar fram á mörgum reglugerðum bandalagsins sem hafa verið óbreyttar um langan tíma. Að sögn Sigurðar Arnars Sigurðssonar, formanns stjórnar, hefur starf ÍA eflst mikið og aðildarfélögum fjölgar stöðugt. Átjánda aðildarfélagið, Klifurfélag Akraness, hefur sótt um inngöngu auk þess sem fleiri félög eru komin á undirbúningsstig. Sigurður Arnar segir að liðið starfsár hafi verið gott ÍA ár. Mikil og góð virkni hafi verið í öllum aðildarfélögum, fjöldi Íslandsmeistaratitla í ólíkum íþróttagreinum og aldursflokkum. Fjárhagsleg staða sé traust, skipulag gott og hugur í félagsmönnum að sækja fram fyrir ÍA og Akranes.

 

 

Á aðalfundinum kom fram að uppgjör ÍA ber þess glöggt merki að mikil vinna hefur farið fram innan aðildarfélaga að ná sem bestum tökum á fjárhag og rekstri. Starfsárið á undan var allnokkur hallarekstur á mörgum félögum og hefur fólk keppst við að rétta þann halla af og tryggja sem öruggastan rekstur. Þessi vinna hefur skilað miklum árangri og sameiginlega skilar félagið góðu uppgjöri. Tekjur voru alls rúmar 327 milljónir króna en rekstrargjöld rúmar 317 milljónir. Hagnaður var því rúmar tíu milljónir sem mun koma sér vel í áframhaldandi uppbyggingu íþróttastarfsemi á Akranesi.

 

Í samræmi við lög ÍA var ný framkvæmdastjórn kosin. Sigurður Arnar Sigurðsson var endurkjörinn formaður, Helga Sjöfn Jóhannesdóttir varaformaður og Sigurður Elvar Þórólfsson ritari. Karítas Jónsdóttir kom ný inn í stjórnina og verður gjaldkeri og Birna Björnsdóttir meðstjórnandi. Í varastjórn eru þau Svava Þórðardóttir og Brynjar Sigurðsson. Bjarki Jóhannesson, Sigríður Ragnarsdóttir og Steindóra Steinsdóttir gáfu ekki kost á sér til endurkjörs og var þeim þökkuð mikil og góð störf.

 

Meðal reglugerðarbreytinga á þinginu má nefna kjör á íþróttamanni Akraness. Helsta breytingin er sú að eitt atkvæði skal nú fara í rafræna kosningu meðal allra bæjarbúa en önnur níu meðal valinna fulltrúa sem fyrr. Þar af fer ÍA með fimm atkvæði eins og áður, Akraneskaupstaður þrjú og fjölmiðlar eitt. Rafrænt atkvæði er tilraun til að gera alla bæjarbúa á Akranesi þátttakendur í þessu kjöri og efla kynningu á afreksíþróttamönnum og aðildarfélögum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is