Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. apríl. 2015 06:01

Brekkubæjarskóli keppir í úrslitum Skólahreysti í kvöld

Brekkubæjarskóli á Akranesi er meðal tólf skóla í úrslitum í Skólahreysti sem fara fram í kvöld, miðvikudaginn 22. apríl í Laugardalshöll. Frítt er inn á keppnina í boði Landsbankans sem er bakhjarl Skólahreysti. RÚV sýnir beint frá keppninni klukkan 20.00. Auk Brekkubæjarskóla keppa keppa eftirtaldir skólar til úrslita: Breiðholtsskóli og Réttarholtsskóli frá Reykjavík, Dalvíkurskóli, Fellaskóli í Fellabæ, Grunnskólinn á Ísafirði, Grunnskólinn í Hveragerði, Heiðarskóli og Holtaskóli úr Reykjanesbæ, Lindaskóli úr Kópavogi, Síðuskóli á Akureyri og Valhúsaskóli á Seltjarnarnesi.

 

Fyrir Brekkubæjarskóla keppa þau Anton Elí Ingason og Írena Rut Elmarsdóttir í hraðaþraut, Birta Margrét Björgvinsdóttir tekur armbeygjur og hreystigreip og Svavar Örn Sigurðsson tekur upphífingar og dýfur.

 

 

Það verður gríðarleg spenna í Laugardalshöll á miðvikudag. Frítt er inn í Laugardalshöll og eru allir velkomnir. Landsbankinn veitir nemendafélög þriggja efstu skólanna vegleg peningaverðlaun. Keppendur sigurliðsins fá einnig vegleg verðlaun. Þá stendur bankinn einnig fyrir Instagram-myndakeppni og geta áhorfendur sent inn myndir merktar #skolahreysti. Bestu og frumlegustu myndirnar verða verðlaunaðar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is