Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. apríl. 2015 08:01

Magnús Þór á förum úr Snæfellsbæ í Breiðholtið

Magnús Þór Jónsson skólastjóri Grunnskóla Snæfellsbæjar er á förum úr sveitarfélaginu. Í síðustu viku var gangið frá ráðningu hans sem skólastjóra Seljaskóla í Breiðholti og mun hann taka þar til starfa í sumar. Magnús hefur verið skólastjóri Grunnskóla Snæfellsbæjar síðustu níu árin. Hann segir fjölskyldumál ráða því að hann tók þá ákvörðun að flytja. „Fjölskyldan er öll fyrir sunnan og ég ákvað að grípa tækifærið þegar spennandi tækifæri gafst. Ég þekki vel til í Breiðholtinu, bæði bjó þar og starfaði um tíma,“ segir Magnús. Hann var einmitt deildarstjóri og aðstoðarskólastjóri Breiðholtsskóla áður en hann tók við skólastjórn í Snæfellsbæ. „Ég hef átt gjöful og góð ár hérna í Grunnskóla Snæfellsbæjar og í samfélaginu í hópi frábærs samstarfsfólks,“ sagði Magnús í samtali við Skessuhorn.

Þess má geta að staða skólastjóra Grunnskóla Snæfellsbæjar er auglýst í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is