Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. apríl. 2015 04:17

Pípulagningaþjónustan PÍPÓ á Akranesi stækkar húsnæðið

Framkvæmdir hófust í dag við að reisa nýja byggingu við húsakynni Pípulagningaþjónustunnar PÍPÓ við Kalmansvelli á Akranesi. Húsið er úr forsteyptum einginum framleiddum af Smellinn sem sömuleiðis er á Skaganum.

 

„Við erum að stækka húsnæðið okkar þar sem við höfum verið síðan 2004. Í raun er PÍPÓ ekki að stækka beint við sig heldur ætlum við að leigja þetta fyrirtækinu Vogir og lagnir á Akranesi. Það er í eigu Sigurðar Axels Axelssonar rafvirkja og þjónustar bíla- og hafnarvogir um allt land. Vogir og lagnir hafa verið með aðstöðu hjá okkur og samvinna milli fyrirtækjanna þar sem við höfum hjálpast að í ýmsum verkefnum. Annars eru þetta alveg sjálfstæð fyrirtæki. Rekstur Voga og lagna var hins vegar kominn á það stig að fyrirtækið þarf sér húsnæði sem þarf að uppfylla ákveðnar kröfur til dæmis varðandi hitastig þegar verið er að prófa vogirnar. Það varð úr að PÍPÓ byggir við sitt húsnæði og leigir síðan út til Voga og lagna,“ segir Ingólfur Hafsteinsson hjá PÍPÓ i samtali við Skessuhorn.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is