Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. apríl. 2015 06:01

Lionsmenn gáfu slysadeild HVE gjörgæslubúnað

Lionsmenn á Akranesi héldu aðalfund sinn í fundastofu Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi þriðjudaginn 21. apríl. Við það tækifæri afhentu þeir slysadeild sjúkrahússins að gjöf gjörgæslutæki af nýjustu tegund frá framleiðandanum General Electric Health. Tækið kostar um 2,5 milljónir króna. Þessi búnaður leysir af hólmi eldri og einfaldari tækjabúnað á slysadeild sem reyndar hefur verið bilaður um hríð.  Tækjabúnaðurinn þjónar því hlutverki að fylgjast með lífsmörkum sjúklinga sem koma til meðferðar og veitir heilbrigðisstarfsfólki aukið öryggi í umönnun og viðbrögðum. Tækið er samræmt öðrum búnaði sem eru á legudeild og ef til flutnings kemur yfir á legudeild, þá þarf ekkert rof að verða á mælingum á lífsmörkum, svo sem hjartslætti, blóðþrýstingi og súrefnismettun. Heilbrigðisstarfsfólk sjúkrahússins kynnti tækið á fundinum og Guðjón Brjánsson forstjóri ávarpaði gefendur og færði þeim þakkir fyrir ríkulegan stuðning Lionsmanna við stofnunina í áratugi. Benti Guðjón á að það ætti við bæði karla- og kvennaklúbb Lionsmanna. 

Þá má geta þess að auk þess að færa sjúkrahúsinu þetta tæki að gjöf, þá tók Lionsklúbburinn verulegan þátt í söfnun fyrir nýju tölvusneiðmyndatæki sem afhent verður á aðalfundi Hollvinasamtaka HVE á morgun, laugardag klukkan 13.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is