Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. apríl. 2015 11:11

Ítrekað ekið yfir sömu leiðin í Akraneskirkjugarði

Fyrr í vikunni var bifreið ekið yfir sex leiði í kirkjugarðinum í Görðum á Akranesi. Bíl hefur verið ekið inn á göngustíginn sem liggur milli leiða í kirkjugarðinum. Við það hefur ökumaður farið yfir leiðin sem öll eru nýleg. Þetta er í annað sinn í vetur sem þetta gerist þar sem ekið er yfir nákvæmlega sömu leiðin. Það voru aðstandendur hinna látnu sem tóku eftir þessu á miðvikudag, síðasta vetrardag. Fólki var að vonum mjög brugðið enda margir enn í sorgarferli vegna nýlátinna ástvina sem hvíla á þessum stöðum.

 

 

Nýlega var rætt við Indriða Valdimarsson útfararstjóra og kirkjugarðsvörð á Akranesi í Skessuhorni. Þar talaði hann meðal annars um að talsvert væri um að bílum væri ekið inn í kirkjugarðinn. Skemmdir hafi orðið á leiðum og göngustígum vegna þess. Stöðva yrði þá þróun og koma í veg fyrir akstur inn í garðinn. Þeir aðilar sem þyrftu einhverra hluta vegna að aka inn í garðinn væru vinsamlega beðnir um að virða merkingar og akstursleiðir. Þessi tilmæli Indriða virðast ekki hafa náð til allra miðað við þá sjón sem blasti við í kirkjugarðinum á miðvikudaginn. „Þetta hefur gerst áður í vetur, nákvæmlega á sama stað. Ég skil ekki hvað fólki gengur til, ég á erfitt með að trúa því að þetta sé bara óhapp þegar þetta gerist svona í tvígang á nákvæmlega sama stað. Þetta hlýtur að verða til að fólk hugsi sinn gang og að umferð bíla um kirkjugarðinn verði takmörkuð,“ segir Indriði Valdimarsson útfararstjóri og kirkjugarðsvörður Akraneskirkju í samtali við Skessuhorn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is