Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. apríl. 2015 04:01

Nýtt gistiheimili í Stykkishólmi fær nafnið Fransiskus

Framkvæmdir ganga vel við nýtt gistiheimili kaþólsku kirkjunnar á Íslandi sem stofnsett verður í Stykkishólmi í sumar. Það mun fá heitið „Fransiskus. Ráðstefnu- og gistiheimili kaþólsku kirkjunnar á Íslandi.“ Þegar verkinu verður að fullu lokið í lok þessa árs verða alls 25 herbergi og rúm fyrir 50 manns. Auk þess verður veitingaaðstaða og tveir fundasalir. Þess verður sérlega gætt að öll aðstaða fyrir fatlaða verði sem best, bæði í aðgengi að gistiheimilinu og að flestum herbergjum. Tvö eldhús verða á Fransiskus-gistiheimilinu. Eitt þeirra verður fyrir matreiðslufólkið sem mun starfa þar og annað sem gestir geta notað vilji þeir matbúa sjálfir. Herra Pétur Bürcher, kaþólski biskupinn á Íslandi, heimsótti Stykkishólm síðastliðinn föstudag. Erindið var að skoða þær endurbætur sem staðið hafa yfir á húsakosti kaþólsku kirkjunnar þar. Eins og Skessuhorn greindi frá fyrr í vetur þá er búið að endurnýja íbúðir presta og nú er verið að breyta húsnæði gamla barnaheimilisins í gistiheimili. Systur Verbo Incarnato-reglunnar munu flytja úr sínum vistarverum í lítið hús sem þær hafa fest kaup á í næsta nágrenni. Húsnæðið þar sem þær búa í dag verður síðan nýtt sem gistiheimili.

Blaðamaður Skessuhorns hitti herra Pétur Bürcher að máli í Stykkishólmi. „Það er vel við hæfi að þessu nýja gistiheimili verði gefið nafnið Fransiskus. Með því skapast góð tenging milli sögunnar og nútímans. Það var regla St. Franciskusystra sem reisti hér sjúkrahús, klaustur, leikskóla og kapellu. Í dag ber páfinn nafnið Frans á íslensku eða Franciscus á latínu. Með nafninu skapast góð tenging milli sögunnar og nútímans,“ segir biskup.

 

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is