Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. apríl. 2015 06:01

Sótt um stækkun Fellaskjóls í Grundarfirði

Stjórn dvalar- og hjúkrunarheimilisins Fellaskjóls í Grundarfirði sótti nýlega um framlag frá Framkvæmdasjóði aldraða vegna fyrirhugaðrar stækkunar heimilisins. Að sögn Hildar Sæmundsdóttur, formanns stjórnar Fellaskjóls, er húsakostur heimilisins í dag ekki nægjanlegur og þörf á að bæta aðstöðu til hjúkrunar á heimilinu, en nú eru 26 ár liðin síðan heimilið var tekið í notkun. Ávallt er nokkur biðlisti eftir rýmum en í Grundarfirði eru búsettir samtals 29 íbúar 80 ára og eldri. Hildur segir að yfirvofandi sé vaxandi þörf fyrir hvíldarinnlagnir á heimilið og að fleiri muni þurfa að flytjast þangað til frambúðar.

Í Fellaskjóli eru nú tólf rými fyrir heimilisfólk en áformað er að bæta við sex fullkomnum hjúkrunarrýmum. Hverju um sig tæplega 30 fermetra að stærð og alls er viðbyggingin áætluð eitt hundrað sjötíu og fimm fermetrar. „Þannig gætum við haft alla heimilismenn á einum gangi, sem skapar heildstæðar vinnuaðstæður og samfelld gæði í þjónustunni allri,“ segir Hildur. Dvalar- og hjúkrunarheimilið Fellaskjól í Grundarfirði er sjálfseignarstofnun og rekin sem slík fyrir rekstrarfé frá ríkinu án aðkomu bæjarsjóðs. Ekki eru skuldir á heimilinu vegna húsnæðis og stofnunin að því leyti vel í stakk búin að ráðast í stækkun, að sögn Hildar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is