Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. apríl. 2015 08:01

Styttist í fjórtándu Árbók Akurnesinga

Þessa vikurnar er fjórtánda Árbók Akurnesinga að verða til og áætlað að hún komi um miðjan júnímánuð glóðvolg úr prentsmiðju í hendur áskrifenda. Sem fyrr eru það Kristján Kristjánsson og Margrét Þorvaldsdóttir sem standa að útgáfu bókarinnar og nú er Kristján einnig sestur á ný í ritstjórastólinn. Síðustu fjögur árin sáu aðrir um það í umboði Kristjáns, fyrst Haraldur Bjarnason sem ritstýrði tveimur árbókum og við tvær þær síðustu var svo Sigurður Sverrisson ritstjóri, en báðir eru þeir gamlir fréttahaukar af Skaganum. Kristján sagði þegar hann var að afla myndefnis á ritstjórn Skessuhorns á dögunum að þegar hann byrjaði útgáfu árbókarinnar á sínum tíma hafi hann ekkert vitað hvað hann var að fara út í. „Það var mikil vinna að koma þessu á koppinn en kom mér skemmtilega á óvart hvað góður áskrifendahópur varð fljótt til. Ég sagði í einhverju bríaríi þegar ég byrjaði að ég ætlaði að ritstýra árbókinni í hundrað ár, þar af yrðu fjörutíu í þessari jarðvist en síðan myndi ég ganga aftur til að fylla öldina. Sannleikurinn er samt sá að ég hafði ákveðnar efasemdir um að ég myndi fylla þennan fyrsta áratug með árbókinni. Þetta varð svo byrjunin á minni bókaútgáfu en það er önnur saga,“ segir Kristján.

 

 

Hann segir að í væntanlegri árbók verði aðalviðtalið við séra Eðvarð Ingólfsson, enda kominn tími til að bóka það viðtal. Rifjuð sé upp saga kútters Sigurfara sem nú er um 130 ára gamall og stendur á tímamótum. Þá verður kafli í árbókinni úr væntanlegri bók eftir Önnu Láru Steindal sem hún er að skrifa um hælisleitanda frá Lýbíu og tengist Akranesi. Í árbókinni eru einnig eins og vanalega frétta- og íþróttaannáll, sem og að genginna Akurnesinga er minnst.

Árbók Akurnesinga verður eins og jafnan á þriðja hundrað blaðsíður. „Við höfum alltaf lagt miklu árherslu á myndefni og gerum það líka að þessu sinni. Við öflun myndefnis sem og ýmissa upplýsinga við skrifin höfum við notið góð af samstarfi við Skessuhorn. Án þess væri í raun ógerlegt að gefa árbókina út,“ segir Kristján Kristjánsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is