Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. apríl. 2015 09:01

Nýtt skipulag á krabbameinsleit HVE

Krabbameinsfélag Íslands stendur fyrir átaki til að fá konur til að mæta í leghálskrabbameinsleit. Þátttakan á Íslandi hefur dregist saman undanfarin ár og er víða undir 50%. Þátttakan hefur sérstaklega dregist saman á landsbyggðinni en á árum áður var ávallt betur mætt í krabbameinsleit á landsbyggðinni. Rósa Marinósdóttir sviðsstjóri hjúkrunar á heilsugæslusviði Heilbrigðisstofnunar Vesturlands segir í samtali við Skessuhorn að sú breyting hafi átt sér stað árið 2014 að hætt var að fara með brjóstamyndatækið á Akranes, Selfoss og Keflavík. Konur af þessu svæði þurfa að fara til Reykjavíkur á leitarstöðina.

 

 

„Áfram verður gerð leghálsskoðun á Akranesi og einnig varð sú breyting að ljósmæður eru búnar að gangast undir þjálfun til að taka leghálssýnin. Nú eru allar konur frá 20 – 65 ára boðaðar í leghálsskoðun á þriggja ára fresti. Konur 40 – 65 ára fá einnig boð á tveggja ára fresti um brjóstamyndatöku. Allar konur á aldrinum 23-65 ára sem hafa einhvern tímann lifað kynlífi ættu að þiggja boð um leghálskrabbameinsleit á þriggja ára fresti vegna þess að það er ein mikilvægasta heilsuvernd sem konum stendur til boða,“ útskýrir Rósa.

 

„Á Akranesi er hægt að panta tíma í krabbameinsskoðun hjá ljósmóður sem nú er Jóhanna Ólafsdóttir. Í Borgarnesi er boðið upp á leghálsskoðun einu sinni í mánuði og þar er Linda Kristjánsdóttir sem framkvæmir skoðunina. Í Búðardal, Hólmavík og Hvammstanga sér Helga Hreiðarsdóttir um skoðunina og það er gert í samráði við heilsugæsluna á viðkomandi stöðum. Okkur hefur því miður ekki enn tekist að framkvæma þessar skoðanir á Snæfellsnesinu; í Ólafsvík, Grundarfirði og Stykkishólmi. Þar stöndum við fyrir hópleit sem er annað hvert ár, það kemur þó að því að það takist að bjóða upp á þessar skoðanir reglulega þar,“ segir Rósa að endingu og hvetur jafnframt allar konur til að mæta í krabbameinsleit þegar þær fá boð að mæta.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is