Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fyrsti Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Smáauglýsingar

TIL SÖLU

Landcruser 90 árg.2000 ekinn 300þús. Sjálfsk. upphækkaður /33"dekk skoðaur 2021 Góður bíll- en r...
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. apríl. 2015 06:01

Yngsti Íslendingurinn og líklega fyrsti Vestlendingurinn á Norðurpólinn

Marta Magnúsdóttir frá Grundarfirði varð 10. og 11. apríl sennilega fyrsti Vestlendingurinn sem fer á Norðurpólinn. „Ég veit ekki alveg hvort ég er fyrst frá Vesturlandi. Ég er þó að minnsta kosti yngst,“ segir Marta sem er 22 ára gömul. Afar fáir Íslendingar hafa stigið fæti á Norðurpólinn. Þangað fara fáir nema fuglinn fljúgandi, harðasta afreksfólk eða þeir sem eiga þess kost að komast þangað með flugvél eða þyrlu eins og Marta gerði.

 

Ein frá Íslandi

Rússar reka vísindabúðirnar Barneo sem eru í um 50 kílómetra fjarlægð frá sjálfum norðurpólnum. Stöðin er sett upp árlega og rekin í um tvo mánuði. Fundið er úr flugvél slétt íssvæði í grenndi við pólinn og fallhlífahermenn stökkva út með búnað. Þeir ryðja flugbraut á ísnum. Þá geta flugvélar lent með tæki og fólk. Barneo-rannsóknabúðirnar eru settar upp. Þarna dvelja Rússar síðan í mars og apríl ár hvert. Mörtu var boðið að heimsækja búðirnar fyrr í þessum mánuði ásamt fjórum rússneskum ungmennum. „Ég stunda nám við Háskóla Íslands. Ég tók þátt í ráðstefnu um framtíð norðurskautsins sem var haldin í Rússlandi í febrúar. Þar var auglýst eftir fimm háskólanemum á aldrinum 18 – 29 ára frá löndum á norðurslóðum sem vildu þiggja boðsferð á vegum rússnesku landafræðistofnunarinnar í Barneo-stöðina. Ég sótti um og var ein þeirra fimm sem komust í gegnum froval af um 150 umsækjendum,“ segir Marta.

 

Mjög undarleg upplifun

Allar ferðir og uppihald var greitt af Rússum. Marta flaug til Noregs og þaðan áfram til Longyearbyen á Svalbarða. Þar hitti hún rússneska ferðafélaga sína. Ætlunin var að fljúga með rússneskri flugvél þaðan til Barneo. Sú vél hafði hins vegar bilað og þau töfðust í nokkra sólarhringa í Longyearbyen.

Marta segir að það hafi verið mjög undarleg tilfinning að lenda loks á ísauðninni við Norðurpólinn. „Þetta var mjög óvenjulegt. Það er ekkert þarna, maður veit bara að maður er á Norðurpólnum. Annars er þetta bara ís, kuldi og sólin á lofti allan sólarhringinn. Þarna stóð og hugsaði; „Gott og vel, nú er ég á Norðurpólnum.“ Hún dvaldi í 30 klukkustundir á ísnum ásamt félögum sínum. „Það var lítið sofið. Þetta var allt svo skrítið. Eiginlega gerðum við samt ekki mikið. Mér liggur við að segja við vorum bara eitthvað að væflast þarna. Við fylgdumst með vísindafólkinu að störfum og böðuðum okkur í sjónum. Það bar búið að gera holu í ísinn sem sjór flæddi upp í gegnum. Þegar ég kom uppúr sögðu Rússarnir að nú væri ég orðin Rússi,“ hlær Marta.

 

Komin aftur heim

„Þeim var tamt að grípa í vodka til að hlýja sér og reyndu að koma mér í þessa menningu en það gekk lítt. Annars voru þeir mjög almennilegir og viðkunnanlegir. Rússarnir voru ekkert að láta litla enskukunnáttu stoppa sig í að spjalla. Það skildi enginn hvað ég Íslendingurinn var gera þarna. Ég ekki heldur. Ég er enn smám saman að átta mig á þessu öllu. Þetta voru mjög skrítnir dagar. Þarna var rannsóknastöð með vísindafólki en líka ýmiss konar annað fólk. Til dæmis sjónvarpsfólk, manneskjur sem voru að hlaupa maraþon og hermenn undir alvæpni. Þessa daga sem ég var þarna stóð yfir stór rússnesk heræfing á heimskautasvæðinu.“ Marta segir að þessi ferð hafi þó eflt áhuga hennar á norðurslóðamálefnum, en ekki þó þannig að hún hyggist leggja þann málaflokk fyrir sig sérstaklega í framtíðinni.

 

„Ég bý í Grundarfirði þó ég stundi nám í Reykjavík og verð fyrir vestan í sumar. Þar er ég að fara að vinna í upplýsingamiðstöðinni og á gistiheimili foreldra minna sem heitir Gamla pósthúsið. Síðan fer ég að vinna sem sjálfboðaliði fjórar vikur í sumarbúðum í Hörðalandi í Vestur-Noregi, svo á skátamót í Viðey og svo þriggja vikna bakpokaferðalag um Ísland,“ segir Marta heimkomin til landsins eftir þessa ævintýraför. Lesa má nánar um norðurpólsferð Mörtu Magnúsdóttur og skoða ljósmyndir á bloggsíðu hennar; http://martamagnusdottir.blogspot.com/

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is