Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. apríl. 2015 09:15

Sýna afrakstur ljósmyndanámskeiðs í grunnskólunum

Á föstudaginn var opnuð í anddyri Tónlistarskólans á Akranesi ljósmyndasýning nemenda unglingadeilda Brekkubæjarskóla og Grundaskóla. Myndirnar eru afrakstur úr ljósmyndavali sem kennt hefur verið í grunnskólunum á Akranesi í vetur. Sýningin stendur til 5. maí. Það voru þeir Gunnar Viðarsson og Jónas H Ottósson, félagar í áhugaljósmyndarafélaginu Vitanum, sem leiðbeindu ungmennunum. Verkefnið var samstarf Vitans og skólanna en Menningarráð Vesturlands styrkti það.

 

 

Jónas H Ottósson lögreglumaður er jafnframt kennari að mennt og virkur félagi í Vitanum. Hann segir hugmyndina að bjóða upp á námskeið hafi kviknað í fyrra þegar áhugaljósmyndarar voru að velta því fyrir sér hvernig þeir gætu miðlað af þeirri reynslu sem þeir sjálfir hafa aflað. Ákveðið hafi verið að fara með fræðslu þessa inn í grunnskólana og boðið upp á ljósmyndun sem valáfanga. Lokaverkefnið hafi síðan verið að hver nemandi sendi inn fimm til tíu myndir. Jónas og Gunnar völdu síðan út tvær myndir frá hverjum nemanda og sett var upp ljósmyndasýning. Jónas segir að komið hafi í ljós gríðarlegir hæfileikar hjá unga fólkinu í ljósmyndun, bæði í mynduppbyggingu og því að fanga skemmtileg augnablik. „Ég hreinlega fylltist mikilli gleði þegar ég sá árangurinn. Krakkarnir voru mjög áhugasamir og alls voru það 23 sem luku áfanganum. Margar stórgóðar myndir má finna á sýningunni,“ sagði Jónas.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is