Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. apríl. 2015 12:01

Gæta þarf að hjólafærð og ástandi reiðskjóta sinna

Töluverð aukning er á umferð hjólandi vegfarenda nú þegar farið er vora. Eftir rúma viku má búast við enn meiri aukningu þegar átakið hjólað í vinnuna hefst 6. maí. Ekki eru allir hjóla- og göngustígar þó tilbúnir fyrir þessa umferð þar sem víða er mjög mikill sandur eftir veturinn. Sandurinn er varasamur því hætta er á að hjólreiðamenn renni til í honum, sér í lagi í beygjum og ef hraði er mikill. Á hverju vori koma nokkrar tilkynningar til tryggingafélaga þar sem eignatjón og/eða slys á fólki á sér stað þegar viðkomandi renna til í sandi. „Mikilvægt er að hjólreiðafólk sé meðvitað um þessar aðstæður og að sveitarfélög leitist við að hreinsa stíga eins hratt og kostur er,“ segir í tilkynningu frá tryggingafélaginu VÍS.

Þá segir að til að auka öryggi enn frekar sé gott að yfirfara reiðhjól eftir veturinn. Athuga hvort gírar, bremsur og stilling á hjólagrind sé rétt. Fara yfir dekkin og loftþrýsting þeirra. Skoða aldur hjálms, tryggja að stillingar hans séu réttar og síðast en ekki síst muna að hann! Einnig er mikilvægt að tryggja sýnileika sinn með áberandi fatnaði og fara eftir umferðarlögunum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is