Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. apríl. 2015 01:12

Ræstingakonum í FVA sagt upp til hagræðingar

Síðastliðinn föstudag var öllum sjö ræstingakonum við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi sagt upp störfum. Sú með lengstan starfsaldur hefur unnið við ræstingar hjá skólanum síðan 1987 og var þar áður í afleysingum við þessi störf frá 1979. Sex kvennanna eru búsettar á Akranesi og ein í Hvalfjarðarsveit. Flestar eru með 10 til 20 ára starfsaldur í þrifum framhaldsskólans. Skessuhorn hefur heimildir fyrir því að konunum hafi verið sagt upp með bréfi skólameistara sem húsvörður Fjölbrautaskólans var látinn afhenda þeim á föstudag.

Ágústa Elín Ingþórsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands, sendi um helgina frá sér skriflegt svar við fyrirspurn Skessuhorns um ástæður uppsagnanna. Það hljóðar svo í heild sinni: „Farið hefur verið fram á að Fjölbrautaskóli Vesturlands greiði uppsafnaðan rekstrarhalla fyrri ára og að rekstur stofnunarinnar verði innan fjárheimildar. Samkvæmt reglugerð nr. 1061/2004, um framkvæmd fjárlaga og ábyrgð á fjárreiðum ríkisstofnana, ber forstöðumaður ábyrgð á því að útgjöld stofnunar séu í samræmi við fjárheimildir og að fjárreiður og rekstur stofnunar sé í samræmi við áætlanir sem gerðar hafa verið. Ástæða uppsagna ræstingafólks við skólann er hagræðing í rekstri og endurskipulagning ræstingamála skólans.“

 

Uppsögn kvennanna hefur vakið hörð viðbrögð hjá Vilhjálmi Birgissyni formanni Verkalýðsfélags Akraness. Á föstudag skrifaði hann pistil á vefsíðu félagsins. Þar segir meðal annars: „Verkalýðsfélag Akraness mun skoða hvað er hægt að gera varðandi þetta mál en siðferðislega liggur ábyrgðin hjá skólameistaranum og það að hafa brjóst í sér til að ráðast á kjör þessara kvenna er formanni algjörlega óskiljanlegt. Eins og áður sagði er það lenska hjá stjórnendum þegar kemur að því að leita hagræðingar að líta til ræstinga, mötuneytis, þvottahúss og slíkra láglaunastarfa en þessu sama fólki dettur ekki í hug að kíkja á æðstu stjórnendur til að leita hagræðingar. Hafi skólameistarinn skömm fyrir þessa framgöngu og skorar formaður á hann að draga þessar uppsagnir tafarlaust til baka og leita annarra leiða en að fara í vasa íslensks lágtekjufólks til hagræðingar.“

 

Vilhjálmur Birgisson kveðst jafnframt hafa heimildir fyrir því að leitað hafi verið til ræstingafyrirtækja að taka að sér þau verk sem konurnar sjö hafa gegnt til þessa.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is