Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. apríl. 2015 12:17

Segir Spöl ógna öryggi ferðalanga með aðgerðum sínum

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akranes segir að öryggi bílferðalanga sé ógnað með því að hafa Hvalfjarðargöng opin og gjaldfrjáls á fimmtudag á meðan starfsmenn gjaldskýlis Spalar eru í verkfalli. „Grafalvarlegt,“ skrifar Vilhjálmur á Facebook-síðu sína. „Í neyðar- og viðbragðsáætlun sem gildir fyrir Spöl í Hvalfjarðargöngum kemur skýrt fram að það er ófrávíkjanleg krafa að starfsmenn Spalar hafi Tetra-talstöð og að gjaldskýlið sé aldrei skilið eftir mannlaust,“ skrifar Vilhjálmur og kallar eftir viðbrögðum Vegagerðarinnar við því ef Spölur ætli ekki að uppfylla neyðaráætlun ganganna. Vilhjálmur segir að sagan hafi sýnt að það skipti sköpum að starfsmenn grípi til skjótra viðbragða þegar óhöpp eiga sér stað í göngunum. „Hver mínúta getur skipt máli hvað það varðar. Nánast í hverri einustu viku þurfa starfsmenn Spalar að aðstoða vegfarendur vegna óhappa sem verða í göngunum, meðal annars að draga bilaðar bifreiðar upp og annað slíkt. Það kemur líka fyrir að starfsmenn Spalar þurfi að bregðast hratt við fyrir sjúkraflutningabíla í neyðarakstri og er þá göngunum lokað til að sjúkrabifreiðar hafi greiðan aðgang í gegn en það er ljóst að þegar enginn verður í gjaldskýlinu verður slíkri þjónustu ekki til að dreifa. Ég tala af reynslu fyrir mikilvægi þess að öryggismál séu í lagi í göngunum enda vann ég hjá Speli í sex ár áður en ég tók við formennsku í Verkalýðsfélagi Akraness.“

Vilhjálmur skrifar að Spölur sé nú bæði á gráu svæði varðandi lög um stéttarfélög og vinnudeilur um leið og fyrirtækið ógni öryggi vegfarenda. Ljóst er að nú fer að hitna í kolunum í kjaradeilunum. Í athugasemd við þennan pistil formannsins skrifar ein kona: „Þeir vilja semsagt frekar gefa frítt í göngin heldur en að borga hærri laun?“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is