Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. apríl. 2015 08:01

Ólafsvíkurkirkja máluð að innan

Framkvæmdir standa þessa dagana yfir í Ólafsvíkurkirkju. Verið er að mála kirkjuna að innan með öllu sem því fylgir. Það er Kristján Sævarsson hjá KS málun sem sér um verkið ásamt þeim Hallgrími Jökli Jónassyni, Jóni Veigari Ólafssyni og Sævari Þórjónssyni. Er þetta í þriðja skiptið sem Sævar málar kirkjuna en hún var síðast máluð fyrir 22 árum og þá af honum. Þá var allt rúllað en núna er allt sprautað. Svona verkefni er ekki hrist fram úr erminni enda veggir háir og ekki auðvelt að komast að þeim alls staðar. Þurfti því að fá lyftu til að auðvelda verkið en síðast þegar kirkjan var máluð var notaður tvöfaldur stillans. Lyftan sem notuð er í verkið er tvö tonn að þyngd og 17 metra há. Þurfti að fá þá hjá Þorgeiri ehf. til að hífa lyftuna upp til að koma henni inn í kirkjuna. Sævar áætlar að verkið takið tvær vikur og að í það fari 300 lítrar af efnum og 500 fermetrar af plasti sem notað er til að breyða yfir þau svæði sem verja þarf. Segja má að löngu sé komin tími á að mála kirkjuna þar sem hún ætti að vera máluð á 15 ára fresti, að sögn Sævars.

Farið var í söfnun og stendur hún enn yfir. Þeir sem vilja leggja þessu málefni lið geta lagt inn á söfnunarreikninginn: 0194-05-401286 kt:500269-4999.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is