Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. apríl. 2015 10:01

Slökkviliðsmenn í Snæfellsbæ segja upp vegna slysatryggingamála

Liðsmenn í Slökkviliði Snæfellsbæjar hafa sagt upp störfum vegna óánægju með starfskjör. Slökkviliðið í bænum er ekki mannað atvinnumönnum frekar en önnur slík á landsbyggðinni heldur sinna menn útköllum eftir því sem þarf og eru þá í öðrum störfum. „Já, ég er kominn með uppsagnarbréf frá þeim,“ staðfestir Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar í samtali við Skessuhorn. Hann útskýrir málið frekar: „Ágreiningurinn snýst um að liðsmenn slökkviliðsins eru með svokallaða launatryggingu þar sem þeim eru tryggðar tekjur ef þeir slasast við störf sem slökkviliðsmenn. Í dag er þessi trygging slík að slasist slökkviliðsmaður hjá okkur þá fær hann full laun á veikindatímanum sem hann væri atvinnuslökkviliðsmaður. Þetta segja okkar menn að sé ekki nógu gott og vilja launatryggingu í samræmi við þau laun sem þeir eru með í sínum störfum. Maður sem kannski er með 900 þúsund á mánuði í sinni vinnu vil þannig fá 900 þúsund á mánuði ef hann yrði frá sinni vinnu vegna óhapps við slökkvistörf.“

 

 

Kristinn segir að Snæfellsbær sé ekki að brjóta kjarasamninga eða gera neitt rangt með þeirri tilhögun sem verið hefur í gildi til þessa. „Þetta mál er algert einsdæmi. Slökkviliðsmönnum hér í Snæfellsbæ finnst bara að þeir eigi að fá sömu laun ef þeir forfallast og þeir eru með í sínum daglegu störfum. Þessi deila er verkefni sem við ætlum bara að leysa. Hér erum við með frábært slökkvilið sem við erum stolt af. Við erum meðal annars að skoða hvort við getum keypt tryggingar sem eru þannig að við getum komið til móts við þessar óskir slökkviliðsmannanna. Við erum nú að fara yfir þetta mál og ég er í góðu sambandi við trúnaðarmann slökkviliðsins,“ segir bæjarstjóri Snæfellsbæjar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is