Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. apríl. 2015 11:00

Borgfirðingur ver doktorsritgerð í heimspeki

Jakob Guðmundur Rúnarsson frá Þverfelli í Lundarreykjadal varði í síðustu viku doktorsritgerð sína í heimspeki við Sagnfræði- og heimspekideild Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Árið 2007 lauk hann tvöfaldri B.A. gráðu í heimspeki og sagnfræði frá sama skóla og síðan meistaragráðu ári síðar frá háskólanum í Sussex í Englandi árið 2008. Grunnskólaárunum varði Jakob hins vegar í Kleppjárnsreykjaskóla. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi 2004. Jakob er sonur hjónanna Rúnars Hálfdánarsonar og Ingu Helgu Björnsdóttur sem búa á Þverfelli.

 

Doktorsritgerð Jakobs nefnist „Einhyggja, þróun og framfarir. Heimspeki Ágústs H. Bjarnasonar.“ Ég kynntist verkum Ágústs H. Bjarnasonar þegar ég stundaði heimspekinám í HÍ og skrifaði síðan B.A. ritgerð mína í heimspeki um hann,“ útskýrir Jakob. Ég rak smiðshöggið á doktorsritgerðina í fyrrahaust og hóf svo störf á stjórnsýslusviði Ríkisendurskoðunar nú eftir áramót,“ segir Dr. Jakob Guðmundur Rúnarsson.

 

Nánar er rætt við Jakob Guðmund í Skessuhorni sem kom út í morgun.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is