Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. apríl. 2015 01:00

Segir verksmiðju Silicor verða umhverfisvænstu stóriðju á Íslandi

Síðastliðinn miðvikudag undirrituðu fulltrúar Faxaflóahafna og bandaríska fyrirtækisins Silicor Materials samninga um lóð, lóðarleigu og afnot af höfn á Grundartanga. Eins og fram hefur komið í fréttum þá hyggst Silicor Materials reisa sólarkísilverksmiðju í landi Kataness norðan tangans. Sólarkísillinn er notaður til að framleiða sólarhlöð til raforkuframleiðslu.

 

„Þetta verður umhverfisvænsta stóriðja á Íslandi. Þess vegna er mjög mikilvægt að þessi samningur sé undirritaður í dag, á degi Jarðar,“ sagði Davíð Stefánsson ráðgjafi Silicor Materials á Íslandi í ávarpi sínu rétt áður en gengið var til undirritunar samninganna. Sameinuðu þjóðirnar hafa gert 22. apríl árlega að alþjóðlegum degi jarðar þar sem athyglinni skal beint að umhverfisvernd. Verksmiðja Silicor á Grundartanga á að framleiða hreinan kísil til sólarorkuframleiðslu með nýrri og afar umhverfisvænni aðferð.

 

Það voru þau Theresa Jester forstjóri Silicor Materials og Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna sem undirrituðu samningana fyrir hönd hvors fyrirtækis. Skúli Þórðarson sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur vottuðu undirritunina.

 

Dagur fagnaði henni. „Við erum að þróa Grundartangasvæðið frá mengunarskapandi iðnaði í að verða grænna svæði. Þetta verkefni eins og það hefur verið kynnt fyrir okkur uppfyllir mjög vel skilyrði fyrir slíku. Það er líka ástæða til að fagna því sem snýr að hnattrænum sjónarmiðum í tengslum við þetta. Í fyrsta sinn í sex mánuði skín sólin hér í dag. Það er nokkuð óvænt að Ísland sé nú að verða land sólarhlaða, kannski ekki til notkunar hér innanlands, heldur með tilliti til útflutnings,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í stuttri ræðu sinni rétt fyrir undirritunina.

 

Sjá nánar Skessuhorn í dag þar sem rætt er við Theresu Jester forstjóra Silicor Materials um framtíðarhorfur verkefnisins á Grundartanga.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is