Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. maí. 2015 09:00

Akranesvöllur verður tilbúinn fyrir fyrsta leik

Þrátt fyrir kalt vor og hálfgerða vetrarveðráttu síðustu dagana verður Akranesvöllur tilbúinn fyrir opnunarleik Pepsídeildarinnar sunnudaginn 3. maí þegar Íslandsmeistarar Stjörnunnar koma í heimsókn klukkan 17. Þótt sólin skíni ekki mikið og hitastigið sé lágt er bati í sverðinum frá degi til dags, að sögn vallarstarfsmanna. Engar gróðurskemmdir eru í vellinum frekar en oftast áður.

 

Brynjar Sæmundsson íþróttavallasérfræðingur og verktaki við íþróttasvæði Akraneskaupstaðar segir að völlurinn verði valtaður núna í vikunni og síðan sleginn í lok vikunnar. Vallarstarfsmenn segja Akranesvöll aðeins seinni að taka við sér núna er síðasta vor enda kaldara nú en þá. Þrátt fyrir það verði völlurinn trúlega með betri völlum á landinu þegar Íslandsmótið hefst um næstu helgi. Völlurinn fær svo hvíld eftir þennan opnunarleik í mótinu í tvær vikur þar til næsti leikur Skagaliðsins í Pepsídeildinni fer þar fram.

 

Í Skessuhorni vikunnar er nokkurra síðna umfjöllun í aukablaði um meistaraflokk karla hjá ÍA.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is