Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. apríl. 2015 03:31

Jákvæð rekstrarafkoma hjá Akraneskaupstað

Ársreikningar Akraneskaupstaðar fyrir 2014 hafa verið lagðir fram í bæjarráði. Helstu niðurstöður eru þær að rekstur A-hluta sjóðsins var jákvæður um 292 milljónir króna. Það er 154 milljónum yfir áætlun sem hafði gert ráð fyrir að A-hlutinn yrði 138 milljónum réttum megin við strikið. Rekstrarniðurstaða B-hlutans varð hins vegar neikvæð um 146 milljónir króna og nokkru verri en gert hafði verið ráð fyrir. Áætlað var að hún yrði neikvæð um 91 milljón. Samanlögð rekstrarniðurstaða A og B-hluta varð því jákvæð um 149 milljónir króna.

 

 

 

Í A-hluta reikninga Akraneskaupstaðar er aðalsjóður bæjarins, eignasjóður, sorpstöðin Gáma, byggðasafnið og Fasteignafélag Akraneskaupstaðar slf. Heildar skuldir og skuldbindingar námu 5.452 milljónum króna í lok síðasta árs. Sambærileg tala fyrir 2013 var 5.257 milljónir. Lífeyrisskuldbindingar jukust um 225 milljónir á árinu og voru 2.761 milljónir um síðustu áramót. Heildar rekstrartekjur A-hlutans urðu 4.720 milljónir en gert hafði verið ráð fyrir að þær yrðu 4.472 milljónir á árinu 2014. Undir B-hluta reikninganna falla Fasteignafélag Akraneskaupstaðar ehf., Háhiti ehf og dvalar- og hjúkrunarheimilið Höfði.

 

Svokallað skuldaviðmið í samstæðureikningi Akraensbæjar þar sem bæði A og B-hluti eru teknir saman er 91% en var 113% árið 2013. Skuldahlutfall hefur lækkað úr 129% árið 2013 í 126% á síðasta ári. Veltufé frá rekstri nam 14,7% á síðasta ári en var 12,8% árið 2013. Framlegð bæjarfélagsins í heild dróst saman á síðasta ári. Hún var 8,2% árið 2013 en féll í 4,2% á síðasta ári. Til frekari glöggvunar þá má nálgast ársreikninga Akraneskaupstaðar a heimasíðu bæjarins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is