Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. apríl. 2015 11:07

Göngin verða opin þrátt fyrir andstöðu verkalýðsfélagsins

Hvalfjarðargöng verða opin fyrir umferð í dag þrátt fyrir að verkfall starfsmanna Spalar í gjaldskýli hefjist á hádegi og standi til miðnættis. Þetta staðfestir Gísli Gíslason stjórnarformaður Spalar í samtali við Skessuhorn. „Við höfum enga ástæðu til að ætla annað en að göngin verði opin en þar verður ekki innheimt gjald í dag. Svo lengi sem við getum tryggt eftir megni að öryggið verði í lagi munum við ekki loka leiðinni undir Hvalfjörð,“ segir Gísli. Viljálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness vandar forsvarsmönnum Spalar ekki kveðjurnar í nýlegum pistli á heimasíðu félagsins. „Það er morgunljóst að þeir ætla að gerast verkfallsbrjótar á fyrsta degi vinnustöðvunar,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að það sé mat lögfræðings ASÍ að það sé brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur ef öryggisstjóri ganganna gangi í störf starfsmanna í gjaldskýli við Hvalfjarðargöng. Vilhjálmur sagði í gær í samtali við Skessuhorn að það hefði verið skoðað með opnum huga ef Spölur hefði óskað eftir undanþágu til að halda göngunum opnum í dag. Það hafi hins vegar forsvarsmenn Spalar ekki viljað gera. Í pistli á heimasíðu VLFA segir Vilhjálmur að það hvarfli hins vegar ekki að verkalýðsfélaginu að fara í slag við Spöl og loka göngunum með átökum, enda bitni slíkt á öðrum en Speli. „Félagið hins vegar harmar að forsvarsmenn fyrirtækisins ætli að gefa afslátt af öryggi vegfarenda.“

 

 

Gísli Gíslason svarar aðspurður um af hverju Spölur hefði ekki óskað undanþágu vegna Hvalfjarðarganga að starfað væri eftir viðbragðsáætlun Spalar. „Í viðbragðsáætlun er gert ráð fyrir ákveðnu hlutverki starfsmanna í gjaldskýli. Það rýrir hins vegar ekki það öryggi sem er til staðar að starfsmenn leggi niður störf. Það er ekki nægjanleg ástæða til að loka göngunum vegna skorts á öryggi. Við metum það svo að öryggi sé nægjanlegt en eftirlit með því er í höndum Vegagarðarinnar,“ segir Gísli. „Að okkar mati er þetta ekki túlkunaratriði, en telji menn það, fengist ekki úrlausn nema fyrir félagsdómi og slíkt tæki alltof langan tíma. Hitt er annað mál að meðan við getum haldið uppi því öryggi sem þarf, þá metum svo að göngunum verði haldið opnum eins og kostur er.“

 

Störukeppninni þarf að ljúka

 

Gísli segir að sé öllum ljóst að í hönd fara mjög stórar umferðarhelgar og vikur. „Eitt út af fyrir sig eru boðaðar vinnustöðvanir nú í dag og svo af og til fram undir lok maí. Það er augljóst að eftir 26. maí fer að hrikta í ansi mörgu hjá okkur og jafnframt um allt samfélagið. Þess vegna er meginmálið að þessum kjaradeilum og öðrum þarf að ljúka með samkomulagi. Nú þarf störukeppni aðila vinnumarkaðins að ljúka og skynsemin að taka við,“ sagði Gísli Gíslason.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is