Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. apríl. 2015 02:08

Tímabundin opnun Fab Lab smiðjunnar á Akranesi

Fab Lab smiðjan á Akranesi hefur verið lokuð frá haustinu 2013. „Nú hefur verið ákveðið að gera tilraun með tímabundna opnun fyrir almenning til að kanna áhuga og aðsókn. Fyrsta opnun er í dag, fimmtudaginn 30. apríl klukkan 17-21,“ segir í tilkynningu.  Í Fab Lab smiðjunni gefst einstaklingum og fyrirtækjum tækifæri til að prófa sig áfram og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd með því að hanna, móta og framleiða hluti með aðstoð stafrænnar tækni. Í smiðjunni eru tölvur sem einstaklingar hafa aðgang að en einnig er hægt að forvinna í tölvu heima en helstu forrit sem notuð eru í smiðjunni eru án endurgjalds á netinu s.s. inckape forritið. Helstu tæki í smiðjunni á Akranesi eru laserskeri og vinylskeri.  Einnig er lítill timburfræsari sem aðeins þeir sem hafa kunnáttu á að nota slíkt tæki geta fengið aðgang að. Efniskaup eru á staðnum en einnig er hægt að koma með efnið með sér. Fab Lab smiðjan á Akranesi er í samvinnu við Fjölbrautaskóla Vesturlands og er til húsa í verknámshúsi skólans við Vogabraut 5. Leiðbeinandi í Fab Lab smiðjunni á Akranesi er Þórey Jónsdóttir. Opnunartími smiðjunnar er klukkan 17-21 og verður eins og áður segið opið í dag.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is