Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. maí. 2015 02:11

Búið að slökkva sinueldana á Snæfellsnesi

Eldar sem loguðu í gær og fram á nótt í sinu og hrísgróðri í landi Fáskrúðarbakka á Snæfellnesi hafa nú verið slökktir. Talsvert miklir eldar loguðu frá því síðdegis í gær og langt fram á nótt. Að sögn Bjarna K Þorsteinssonar slökkviliðsstjóra í Borgarbyggð barðist við eldana stór hópur manna frá slökkviliðinu í Borgarbyggð auk Slökkviliðs Stykkishólms og bænda af svæðinu sem komu með haugsugur með vatni. „Það var mjög erfitt að eiga vð þetta enda logaði í mýrarflákum og hrísi og ekki hægt að koma farartækjum að þar sem að mestu var um óvélgengar mýrar að ræða. Það var því harðsnúið fótgöngulið sem einkum kom að notum,“ sagði Bjarni. „Við létum kveikja í á nokkrum stöðum og stýra því að eldurinn bærist ekki yfir ár og lækjarfarvegi og þannig náðum við að hefta útbreiðslu eldsins og að hann færi einungis um afmarkað svæði milli tveggja áa; Laxár og Fáskrúðar. Það land sem brann var einkum flákar suðaustur af Breiðabliki í landi Fáskrúðarbakka,“ segir Bjarni. Hann segir að eldurinn hafi þannig klárast í nótt og nú í morgun hafi allt verið slökkt. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom í æfingaflug og sleppti á að giska 35 tonnum af vatni yfir síðustu glæðurnar. Talið er að orsaka sinubrunans megi leita í að fugl hafi flogið á raflínu og hann fallið logandi til jarðar. Ragmagnstruflanir á svæðinu á sama tíma benda til þess.

 

 

Einn sumarbústaður var í landinu sem brann og segir Bjarni að slökkviliðsmönnum hafi tekist að verja hann með að kveikja í gróðri allt í kringum hann og slökkva jafn harðan. Þegar eldurinn barst að lóðinni hafi því verið búið að brenna það sem brunnið gat.

Líklega þarf að fara allt aftur til Mýraeldanna 2006 til að finna aðstæður þar sem jafn fjölmennt lið slökkviliðsmanna er að störfum á sama tíma á Vesturlandi. Seint í gærkvöld kom einnig upp eldur í bílskúr í Grundarfirði og fór allt tiltækt lið úr Grundarfirði og Snæfellsbæ í það verkefni. Slökkviliðsmenn úr Stykkishólmi og Borgarbyggð voru svo að störfum við sinueldana á Fáskrúðarbakka eins og áður sagði.

 

Bjarni slökkviliðsstjóri vill að endingu hvetja fólk til að sýna ítrustu aðgát í allri meðferð á eldi og hitagjöfum. „Jörðin er afar þurr og það skapast fljótt hættuástand ef eitthvað bregður útaf. Þetta eru ekki síst hættulegar aðstæður þar sem nær alltaf er vindur sem magnar elda upp á svipstundu og svo vantar okkur blessaða úrkomuna,“ sagði Bjarni K Þorsteinsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is