Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. maí. 2015 03:18

ÍA - Stjarnan í beinni

Meistarflokkur ÍA í knattspyrnu karla tekur á móti Stjörnunni frá Garðabæ á Akranesvelli í fyrsta leik Íslandsmótsins kl. 17 í dag. Skessuhorn verður með beina lýsingu frá leiknum hér að neðan. Fréttin verður uppfærð eftir atvikum á meðan leik stendur.

 

Lesendum er bent á að nauðsynlegt er að ýta á "refresh" hnappinn í vafranum því fréttin uppfærir sig ekki sjálfkrafa.

 

Leik lokið. Flauta Þórodds gellur. Lokatölur 1-0, Stjörnunni í vil. Skagamenn hefðu e.t.v. getað stolið stigi í lokin en lið Stjörnunnar átti heilt yfir betri leik.

 

92. mín. Garðar kemst einn innfyrir eftir sendingu Arnars Más en skýtur yfir úr nokkuð þröngu færi.

 

91. mín. Albert Hafsteinsson með góða sendingu beint á kollinn á Garðari Gunnlaugssem skallar yfir markið.

 

85. mín. Vítið varið! Ólafur Karl tekur vítið sjálfur. Spyrnan er góð, alveg út við stöng en Árni Snær ver!

 

Vítaspyrna. 84. mínúta. Ólafur Karl fellur í teignum og víti dæmt á Ármann Smára.

 

83. mín. Skipting í liði Skagamanna. Ingimar Elí Hlynsson kemur inn á í stað Marko Andelkovic.

 

83. mín. Tvöföld skipting í liði Stjörnunnar. Garðar Jóhannsson kemur inn á í stað Jeppe Hansen og Þórhallur Karl Knútsson kemur inn á fyrir Arnar Má Björgvinsson.

 

 

82. mín. Aukaspyrna dæmd eftir að Marko brýtur á Ólafi Karli Finsen. Marko er á gulu spjaldi og fær viðvörun frá dómara. 

 

79. mín. Skipting hjá Stjörnunni. Halldór Orri fer af velli. Veigar Páll Gunnarsson kemur inn á í hans stað.

 

77. mín. Marko skýtur yfir mark Stjörunnar frá vítateigsjaðrinum eftir að Arsenij lagði boltann út á hann.

 

75. mín. Skipting í liði Skagamanna. Jón Vilhelm fer út af. Inn á í hans stað kemur Ásgeir Marteinsson.

 

73. mín. Arnar Már lyftir boltanum inn fyrir vörn Stjörnunnar á Arsenij sem sendir lágan bolta frá vinstri á Garðar sem mistekst að koma skoti á mark.

 

70. mín. Arnar Már Björgvinsson fellur við í teig Skagamanna. Silfurskeiðin kallar eftir vítaspyrnu. Þóroddur sýnir kalli þeirra lítinn áhuga.

 

Gult spjald. Fyrsta gula spjald leiksins lítur dagsins ljós á 67. mínútu. Handhafi þess er Marko Andelkovic, leikmaður ÍA.

 

64. mín. Albert lyftir boltanum snyrtilega inn fyrir vörn Stjörunnar á Jón Vilhelm sem sendir fyrir en Gunnar kemst inn í fyrirgjöfina.

 

62. mín. Jón Vilhelm tók spyrnuna og skaut þrumuskoti að marki Stjörnunnar sem Gunnar varði vel í horn.

 

61. mín. Skagamenn fá aukaspyrnu um 25 metra frá marki Stjörunnar.

 

61. mín. Árni Snær vel frá Ólafi Karli sem var kominn inn fyrir vörn Skagamanna.

 

60. mín. Skagamenn aftur dæmdir rangstæðir. Í þetta sinn ekki eftir innkast.

 

58. mín. Línuvörðurinn gerir mistök, dæmir Arsenij rangstæðan þar sem hann tekur á móti innkasti. Það er ekki hægt að vera rangstæður eftir innkast.

 

57. mín. Skagamenn nálægt því að senda Arsenij einan inn fyrir vörn Stjörunnan er hann rétt missir af boltanum.

 

56. mín. Stjörnumenn leika vel sín á milli og koma boltanum á endanum inn á Ólaf Karl sem er dæmdur rangstæður.

 

53. mín. Góð sendingArnars Más fyrir mark Stjörnumanna en Jón Vilhelm skallar yfir úr góðu færi.

 

48. mín. Albert hafsteinsson tekur hornspyrnu, boltinn berst til hans aftur og hann lætur hörkuskot frá vítateigshorninu vaða að marki Stjörnunnar en Gunnar ver.

 

47. mín. Pablo stingur boltanum inn fyrir á Jeppe en Skagamenn bjarga.

 

46. mín. Síðari hálfleikur er hafinn. Ein breyting var gerð á liði Skagamanna í Hálfleik. Teitur Pétursson kemur inn á í vinstri bakvörðinn fyrir Darren Lough.

 

Hálfleikur

 

45. mín. Þóroddur blæs sem mest hann má í flautu sína. Hálfleikur. Stjörnumenn hafa verið betri það sem af er og leiða með einu marki gegn engu.

 

44. mín. Arsenij fellur við í teignum í baráttu við varnarmann. Stúkan heimtar víti. Enginn annar.

 

43. mín. Stjörnumenn við það að brjótast upp vinstri kantinn en Ármann Smári með góða tæklingu í innkast.

 

40. Skagamenn reyna fyrirgjafir fyrir mark Stjörnunnar. Sú fyrri góð en Stjörnumenn skalla frá. Sú síðari verri og aftur fyrir endamörk.

 

35. mín. Jeppe Hansen vippar boltanum inn fyrir vörn Skagamanna á Ólaf Karl en Árni Snær ver, maður á móti manni.

 

33. mín. Aukaspyrna rétt utan teigs upp við endalínu Skagamanna eftir að Þórður Þorsteinn braut af sér. Pablo Dubon tekur spyrnuna.

 

31. mín. Gunnar Nielsen, markvörður Stjörnumanna hreinsar ákveðið frá marki í átt að stúkunni. Fyrsti bolti kvöldsins sem lendir niðri á Langasandi.

 

29. mín. Brotið á marko Andelkovic á miðjunni vinstra megin, boltin gengur upp kantinn, fyrirgjöf frá Darren Lough en Garðar nær ekki til boltans. Stjörnu menn hreinsa.

 

Þetta mark Ólafs Karls er fyrsta mark Íslandsmótsins þetta sumarið.

 

MARK! 23. mín. Ólafur Karl gerði sér lítið fyrir og klíndi þessari aukaspyrnu upp í samskeytin. ÍA 0 - 1 Stjarnan.

 

23. mín. Marko Andelkovic brýtur á Pablo Dubon. Aukaspyrna um 25m frá markinu sem Ólafur Karl tekur.

 

20. mín Arnar Már finnur samherja með góðri sendingu sem dettur á markteig Stjörnumanna en skotið yfir.

 

18. mín. Halldór Orri á skot yfir markið frá vítateigsjaðrinum eftir að vörn Skagamanna mistókst að hreinsa boltann frá.

 

17. mín. Ármann á langa sendingu fram á Jón Vilhelm sem kemur boltanum á Garðar sem er dæmdur rangstæður.

 

14. mín. Pablo með hættulega hornspyrnu á nærsvæði vítateigs Skagamanna sem skalla boltan aftur fyrir.

 

11. mín. Pablo Dubon skýtur að marki skagamanna en langt framhjá.

 

10. mín. Stjörnumenn fá aukaspyrnu úti á vinstri kanti eftir að brotið er á Ólafi karli Finesen. Pablo Dubon tekur spyrnuna, en Skagamenn skalla boltann í innkast.

 

8. mín. Jón Vilhelm á fyrsta skot Skagamanna að marki Stjörnunnar en það er framhjá.

 

5. mín. Stjörnumenn fá aukaspyrnu um 30m frá marki Skagamanna. Halldór Orri Björnsson tekur spyrnuna en skýtur yfir markið.

 

3. mín. Stjörnumenn fá hornspyrnu, taka hana strax og koma vörn Skagamanna aðeins á óvart. Uppskera þó aðeins aðra hornspyrnu.

 

2. mín. Stjörnumenn láta boltann ganga á milli sín í vörninni og þreifa fyrir sér.

 

1. mín. Flauta dómarans gellur. Stjörnumenn byrja með boltann. Knattspyrnusumarið 2015 er hafið!

 

Liðin ganga inn á völlinn. Glymur í trommumm og söngur ómar á pöllunum. Skagamenn syngja, Garðbæingar syngja.

 

Silfurskeiðin, stuðningsmannafélag Stjörnunnar, er mætt á svæðið. Það er nokkur fyrirferð í þeim Silfurskeiðarmönnum.

 

Nú eru 15 mínútur í leik og áhorfendur farnir að tínast á völlinn. Sólin skín, það er smá kul og völlurinn lítur ágætlega út. Liðin hita upp og áhorfendur tínast á völlinn. Greina má nokkra eftirvæntingu í loftinu. Knattspyrnusumarið 2015 er að hefjast.

 

Byrjunarliðin ÍA

12. Árni Snær Ólafsson (m)
4. Arnór Snær Guðmundsson

5. Ármann Smári Björnsson (F)

9. Garðar Bergmann Gunnlaugsson

10. Jón Vilhelm Ákason

11. Arnar Már Guðjónsson

13. Arsenij Buinickij

16. Þórður Þorsteinn Þórðarson

18. Albert Hafsteinsson

27. Darren Lough

31. Marko Andelkovic

 

Byrjunarlið Stjörnunnar

1. Gunnar Nielsen (m)

2. Brynjar Gauti Guðjónsson

6. Þorri Geir Rúnarsson

8. Pablo Oshan Punyed Dubon

9. Daníel Laxdal

11. Arnar Már Björgvinsson

12. Heiðar Ægisson

14. Hörður Árnason

17. Ólafur Karl Finsen

19. Jeppe Hansen

23. Halldór Orri Björnsson (F)

Dómari leiksins er Þóroddur Hjaltalín

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is