Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. maí. 2015 03:17

Kveðst hóflega bjartsýnn eins og í fyrra - flautað til leiks klukkan 17

„Við erum með harðsnúinn hóp stuðningsmanna sem hjálpar okkur og nú er komið að fyrsta leik," segir Haraldur Ingólfsson framkvæmdastjóri KFÍA, en ÍA tekur í dag klukkan 17 á móti Stjörnunni í upphafsleik Pepsídeildarinnar á Akranesvelli. Mikil spenna er í loftinu og tilhlökkun hjá fólki. "Það verður frábært að fá Íslandsmeistarana í heimsókn strax í fyrsta leik, flott lið og frábært stuðningsmannalið. Við ætlum líka að gera okkar til að mæta þeim sterkir bæði á vellinum og í stúkunni. Ætlunin er að skapa þjóðhátíðarstemningu í kringum leikinn með skrúðgöngu stuðningsmanna Skagaliðsins frá Safnaskálanum á völlinn. Ég hvet stuðningsmenn Skagaliðsins að taka þátt í því,“ sagði Haraldur í samtali við Skessuhorn.

Verðum að stíga skref upp á við

Spurður um væntingar til komandi keppnistímabils hjá Skagamönnum í Pepsídeildinni segist Haraldur hóflega bjartsýnn eins og í fyrra. „Í fyrra var ég í fyrstu efins um að takmarkið myndi nást að við næðum að endurheimta strax sæti í efstu deild. Síðan náði Gulli þjálfari að móta flotta liðsheild. Núna er vonandi að hver og einn leikmaður og liðið í heild taki skref upp á við og bæti sig frá síðasta sumri. Það þarf þess ef liðið á að eiga möguleika í Pepsídeildinni. Fyrst og fremst verður þetta spurningin hjá okkur að halda sætinu og ná að festa okkur í sessi í efstu deild. Hvort við lendum í sjöunda eða tíunda sæti skipti þar ekki höfuðmáli,“ segir Haraldur. Hann segir að vissulega hafi hópurinn verið styrktur frá síðasta ári og það komi eflaust til með að efla liðið. „Við fengum tvo útlendinga sem hafa komið ágætlega inn í liðið og Ásgeir Marteinsson á kantinn sem Gulli þekkir frá því hann þjálfaði HK. Annars er hópurinn af stórum hluta Skagastrákar. Liðið hefur staðið sig vel á undirbúningstímabilinu og sýndi yfirleitt góða spilamennsku í Lengjubikarnum. Það út af fyrir sig er gott og eflir sjálfstraustið, en þegar út í alvöruna er komið í byrjun Íslandsmóts þá vegur gengið í vorleikjunum í sjálfu sér ekki þungt.“

 

Þriðjungur af fjárlögum stærri félaganna

Meðal stærri verkefna framkvæmdastjóra Knattspyrnufélags ÍA er umsjón með fjármálunum. Það kostar mikla peninga að halda úti liði í efstu deild í fótbolta á Íslandi í dag. Eins og síðustu ár er það Norðurál sem eru aðalstyrktaraðili ÍA í fótboltanum. „Norðurál er að hjálpa okkur mjög mikið og sá samningur er út 2017. Við erum með fjölmarga styrktaraðila sem eru að hjálpa okkur, bæði fyrirtæki og einstaklinga. Það kostar jú mikla peninga að halda úti liði í Pepsídeildinni. Við reiknum með að það verði 65-70 milljónir í ár þegar allt er talið. Mér skilst að það sé þó ekki nema þriðjungur af því sem stærri félögin; FH, KR og Stjarnan eru að leggja í útgerð sinna karlaliða á komandi Íslandsmóti. Þannig að fjárhagslegur munur er mikill milli liðanna sem hafa undanfarin ár tekið þátt í Evrópukeppnum og hinna,“ segir Haraldur Ingólfsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is