Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. maí. 2015 08:00

Skagamenn töpuðu fyrir Íslandsmeisturunum

Fyrr í kvöld tók lið meistaraflokks ÍA í knattspyrnu karla á móti Stjörnunni á Akranesvelli í fyrsta leik Íslandsmótsins. Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru ágætar, kvöldsólin skein en nokkur vindur og kólnaði í veðri sem leið á leikinn. Akranesvöllur virtist koma prýðilega undan vetri. Vert er að minnast á að Skessuhorn var með beina textalýsingu frá leiknum á heimasíðu sinni og stefnt er að slíkri lýsingu á öllum heimaleikjum í efstu deild í sumar.

Leikurinn fór rólega af stað, Stjörnumenn voru töluvert meira með boltann og þreifuðu fyrir sér. Skagamenn lágu til baka, vörðust vel og beittu skyndisóknum og löngum sendingum fram völlinn. Það var svo á 23. mínútu að Stjörnumenn fengu aukaspyrnu um 25 metra frá marki Skagamanna. Ólafur Karl Finsen tók spyrnuna, hann gerði sér lítið fyrir og smellti boltanum upp samskeytin, óverjandi fyrir Árna Snæ í marki Skagamanna. Staðan í hálfleik 1-0, Stjörnunni í vil.

Skagamenn komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og léku betur í þeim fyrri. Sköpuðu sér nokkur færi, voru skipulagðir en leikmenn stjörnunnar voru þó áfram ógnandi. Árni Snær varði nokkrum sinnum vel í marki Skagamanna, maður á móti manni. Það var svo á 84. mínútu að Ólafur Karl féll í vítateig Skagamanna eftir viðskipti sín við Ármann Smára. Þóroddur Hjaltalín dómari blés í flautu sína og dæmdi víti. Ólafur Karl tók spyrnuna sjálfur en Árni Snær fór í rétt horn og varði spyrnuna stórvel.

 

Síðustu mínútur leiksins fékk Garðar Gunnlaugsson tvö tækifæri til að jafna fyrir Skagamenn. Fyrst með skalla eftir góða sendingu Alberts Hafsteinssonar, síðan þegar hann slapp einn inn fyrir vörn Stjörnunnar en skaut yfir markið úr nokkuð þröngu færi. Stjörnumenn höfðu því sigur með einu marki gegn engu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is