Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. maí. 2015 04:16

Tillögur um afnám vasapeningakerfis á hjúkrunarheimilum

Hugmyndir eru í velferðarráðuneytinu um breytt greiðslufyrirkomulag fólks vegna búsetu á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Það miðar að því að leggja niður svokallað vasapeningakerfi og auka sjálfræði aldraðra. Stefnt er að tilraunaverkefni um innleiðingu breytinganna. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra sagði frá þessu á fundi Landssambands eldri borgara í dag. Byggt er á því að einstaklingar greiði milliliðalaust fyrir alla þjónustu sem þeir fá á hjúkrunarheimilum, að undanskilinni heilbrigðisþjónustu og annarri umönnun. Greiðslufyrirkomulagið yrði þannig tvíþætt, þar sem annars vegar væru daggjöld ríkisins vegna heilbrigðisþjónustu og umönnun en einstaklingarnir myndi greiða fyrir almenna framfærslu að öðru leyti. Að auki er svo gert ráð fyrir húsaleigukostnaði sem tæki mið af stærð og gæðum húsnæðisins en einnig af tekju- og eignastöðu viðkomandi. Samkvæmt þessum hugmyndum er gert ráð fyrir að fólk geti átt rétt á húsaleigubótum, rétt eins og gildir á almennum leigumarkaði.

„Ég bind vonir við að hægt verði að taka upp breytt kerfi áður en langt um líður en til umræðu er að prófa það fyrst sem tilraunaverkefni í ljósi þess að þetta er umtalsverð breyting sem þarf að vanda vel til“ sagði félags- og húsnæðismálaráðherra í ávarpi sínu á landsfundi Landssambands eldri borgara sem nú stendur yfir.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is