Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. maí. 2015 08:01

Ríkisútvarpið ætlar að fjölga fréttamönnum á landsbyggðinni

Ríkisútvarpið hefur auglýst eftir frétta- og dagskrárgerðarfólki í öllum landshlutum og gerir stofnunin ráð fyrir að nýir starfsmenn komi til starfa síðsumars. Freyja Dögg Frímannsdóttir hjá RUV á Akureyri hefur umsjón með ráðningunum. Aðspurð í samtali við Skessuhorn segir hún að verulega hafi dregið úr starfsemi RÚV á landsbyggðinni undanfarin ár en nú sé stefnt á að efla hana á ný. „Lögð verður áhersla á aukinn fréttaflutning úr öllum landshlutum og auk þess verður lögð áhersla á aukinn staðbundinn fréttaflutning á landshlutasíðum RÚV á vefnum.“ Freyja Dögg segir að Gísli Einarsson fjölmiðlamaður í Borgarnesi sé í fullu starfi fyrir RÚV. Nýtt starf sem nú er auglýst sé fyrir Vesturland og Vestfirði sameiginlega. Um sé að ræða nýja stöðu frétta- og dagskrárgerðarmanns og komi viðkomandi til viðbótar við Gísla. Fyrir áhugasama þá rennur frestur um að sækja um störf fréttamanna hjá RUV á landsbyggðinni út 25. maí næstkomandi.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is