Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. maí. 2015 09:01

Veiðigjöld útgerða munu hækka um fimmtíu prósent að jafnaði

Útgerðir á Vesturlandi geta búið sig undir miklar hækkanir á veiðigjöldum fyrir næsta fiskveiðiár nái nýtt frumvarp sjávarútvegsráðherra fram að ganga á Alþingi. Þau munu þá hækka um ríflega hálfan milljarð króna. Aðilar í sjávarútvegi á Vesturlandi hafa gert bráðabirgðaútreikninga til að freista þess að leggja mat á afleiðingar frumvarpsins. Skessuhorn hefur fengið aðgang að niðurstöðunum og birtir í heild sinni í blaðinu sem kom út í dag. Á fyrra fiskveiðiári (2013/2014) námu veiðigjöld á Vesturlandi alls 728 milljónum króna. Þá fengu útgerðir í landshlutanum hins vegar 219 milljóna króna afslátt af gjöldunum samkvæmt ákvæðum laga sem heimila slíkt ef um er að ræða vaxtakostnað í rekstri útgerðanna vegna kaupa á aflaheimildum. Reiknuð veiðigjöld á skip og báta á Vesturlandi á yfirstandandi fiskveiðiári eru alls 971 milljón króna. Á næsta ári stefnir hins vegar í að þau verði alls um 1,5 milljarður í landshlutanum.

 

Sjá nánar umfjöllun og töflu yfir veiðigjöld og áætlaða hækkun á þeim á einstaka báta í Skessuhorni í dag. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is