Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. maí. 2015 02:01

Sauðfjárbúskapurinn er lífsstíll

Ekki eru mörg ár síðan helstu fjármálamenn og útrásarvíkingar þjóðarinnar höfðu það sem stöðutákn að eiga góða jörð úti í sveit og helst heilan dal eða eyju. Ef jörðin Fremri-Vífilsdalur í Hörðudal í Dalasýslu hefði verið til sölu á þeim tíma er nokkuð ljóst að hún hefði selst fyrir allmiklar fúlgur fjár eins og þá voru gjarnan borgaðar í jarðakaupum. Blaðamaður Skessuhorns brá sér í heimsókn í Vífilsdal á dögunum til að spjalla við Hörð Hjartarson bónda sem þar er fæddur og uppalinn. Bærinn Fremri-Vífilsdalur er eini bærinn í Vífilsdal sem liggur fram úr Hörðudal. Neðri-Vífilsdalur fór í eyði nokkru fyrir miðja síðustu öld. Þá keyptu foreldrar Harðar núverandi bónda, Hjörtur Kjartansson og Sigríður Sigurðardóttir, jörðina og sameinuðu Fremri-Vífilsdal sem alls er um fjögur þúsund hektarar. Bærinn er um þrjá kílómetra frá veginum fremst í Hörðudalnum og fallegt bæjarstæði í blómlegum dal blasir við þegar ekið er þangað heim. Þegar blaðamaður boðaði komu sína í Vífilsdal fregnaði hann að ýmislegt stæði til hjá heimilisfólkinu um þetta leyti. Að kvöldi þessa dags sem blaðamaður var á ferðinni var ætlun fjölskyldunnar að fara í leikhúsferð til Reykjavíkur og helgina eftir voru svo framundan afmælistónleikar hjá karlakórnum Söngbræðrum en með þeim kór hefur Hörður sungið í allmörg ár. Sveitafólkið verður jú líka að geta lyft sér upp annað slagið og notið menningarinnar.

Hörður Hjartarson bóndi í Fremri-Vífilsdal ræðir ítarlega um búskapinn og fleira í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is