Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. maí. 2015 12:00

„Ef ég er með myndavélina, þá er gaman“

Sunna Gautadóttir er ungur ljósmyndari úr Borgarnesi. Hún lærði ljósmyndun í Tækniskólanum og stefnir á að þreyta sveinsprófið nú í haust. Að námi loknu fékk hún námssamning hjá útgáfufélaginu Birtíngi og tók myndir fyrir mörg af tímaritum félagsins, til dæmis Vikuna, Gestgjafann, Hús og híbýli og Séð og heyrt. „Það var æðislegt að fá samning þarna,“ sagði Sunna í samtali við blaðamann Skessuhorns. „Þetta er einn fjölbreyttasti staðurinn sem hægt var að fá námssamning á. Ég fékk að mynda arkítektur, tók myndir af mat fyrir Gestgjafann og svo auðvitað fjölmargar myndir af fólki, bæði inni og úti, í stúdíói og ekki í stúdíó. Þetta voru alls konar verkefni,“ bætir hún við.

Sunna fékk þó ekki að halda áfram hjá Birtíngi eftir að samningstímanum lauk og starfar nú á leikskólanum Uglukletti í Borgarnesi. „Nei, ég var ekki ráðin áfram. Það hefði verið mjög skemmtilegt að vinna áfram hjá Birtíngi en það varð ekki af því. Ég var að vinna á leikskólanum áður en ég fór á samninginn og fór bara aftur þangað í mitt gamla starf þegar samningstímanum lauk,“ segir hún. Auk þess að vinna á leikskólanum tekur hún að sér að mynda viðburði fyrir fólk, fermingar, brúðkaup og þess háttar eftir pöntun.

 

Rætt er nánar við Sunnu í Skessuhorni vikunnar, sem kom út í dag. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is