Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. maí. 2015 01:00

Orkuveitan endurnýjar heitavatnslögn við Skorholt

Nýverið var hafist handa við að endurnýja hluta heitavatnsleiðslu Orkuveitunni frá Deildartungu í Borgarfirði þar sem hún liggur um Melasveit og út á Akranes. Um er að ræða 2,9 kílómetra kafla milli bæjanna Skorholts og Lækjar. Tíðar bilanir hafa orðið á þessum kafla á álagstímum undanfarna vetur sem meðal annars hefur valdið heitavatnsskorti og truflunum á Akranesi. „Verktakafyrirtækið Borgarverk er með þetta verk en ég er undirverktaki í rafsuðuvinnunni við að setja rörin saman. Við erum nýbyrjaðir og verklok eru áætluð í október. Við reiknum því með að verða hér í sumar en annars fer þetta mikið eftir veðri hvernig okkur á eftir að ganga,“ sagði Ólafur R. Guðjónsson vélvirki og eigandi Vélsmiðju Ólafs R. Guðjónssonar á Akranesi, þegar Skessuhorn átti leið hjá í gær. Endurnýjun lagnarinnar á að kosta um 85 milljónir króna. Þessar endurbætur eru viðauki við þær framfarir sem felast í því að í vetur var reistur nýr og stærri miðlunartankur fyrir heitt vatn á Akranesi. Undanfarin ár hefur Orkuveitan flest ár endurnýjað búta af lögninni sem að stofni til var lögð í asbest.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is