Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. maí. 2015 01:00

Orkuveitan endurnýjar heitavatnslögn við Skorholt

Nýverið var hafist handa við að endurnýja hluta heitavatnsleiðslu Orkuveitunni frá Deildartungu í Borgarfirði þar sem hún liggur um Melasveit og út á Akranes. Um er að ræða 2,9 kílómetra kafla milli bæjanna Skorholts og Lækjar. Tíðar bilanir hafa orðið á þessum kafla á álagstímum undanfarna vetur sem meðal annars hefur valdið heitavatnsskorti og truflunum á Akranesi. „Verktakafyrirtækið Borgarverk er með þetta verk en ég er undirverktaki í rafsuðuvinnunni við að setja rörin saman. Við erum nýbyrjaðir og verklok eru áætluð í október. Við reiknum því með að verða hér í sumar en annars fer þetta mikið eftir veðri hvernig okkur á eftir að ganga,“ sagði Ólafur R. Guðjónsson vélvirki og eigandi Vélsmiðju Ólafs R. Guðjónssonar á Akranesi, þegar Skessuhorn átti leið hjá í gær. Endurnýjun lagnarinnar á að kosta um 85 milljónir króna. Þessar endurbætur eru viðauki við þær framfarir sem felast í því að í vetur var reistur nýr og stærri miðlunartankur fyrir heitt vatn á Akranesi. Undanfarin ár hefur Orkuveitan flest ár endurnýjað búta af lögninni sem að stofni til var lögð í asbest.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is