Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. maí. 2015 10:00

Fyrirtæki á Vesturlandi standa nokkuð vel

Fyrirtæki á Vesturlandi virðast standa nokkuð vel samkvæmt könnun sem gerð var meðal fyrirtækja á Vesturlandi í vetur og greint var frá í síðustu Glefsu, fréttabréfi SSV. Staðan er hlutfallslega best á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit þegar horft er til allra mælikvarða, þ.e. EBITDA sem og hagnaðar bæði til skemmri og lengri tíma. Rekstrarárið sem um ræðir er 2013.

 

Vífill Karlsson hagfræðingur hjá SSV segir að þetta sé viðsnúningur frá könnun sem gerð var í fyrra þar sem fyrirtæki í Dölunum komu áberandi best út. Í raun komi öll svæðin verr út í þessari könnun nema fyrirtækin á Akranesi og í Hvalfirði.  „Það verður trúlega rakið til þess að þátttaka fyrirtækja í landbúnaði og útgerð smábáta var ekki nógu mikil í fyrra. Við fjölgunina nú virðist sem afkoman versni þar sem vigt þessara fyrirtækja er allnokkur eins og í Dölunum, Borgarfirði og á Snæfellsnesi. Betri afkoma á Akranesi og í Hvalfirði er sennilega vísbending um að afkoma fyrirtækja sé almennt að lagast um land allt þar sem atvinnugreina-skipting þátttakenda breyttist ekki mikið á því svæði. Almennt betri þátttaka kann að útskýra þetta líka eins og áður sagði,“ segir Vífill.

Frekari tölfræðigreining á svörum við spurningunum leiddi í ljós að fiskvinnsla virðist koma best út hvort sem litið er til lengri eða skemmri tíma. „En þá ber að hafa í huga að fiskvinnsla á Vesturlandi telst yfirleitt til blandaðrar útgerðar, þ.e. fyrirtæki sem byggja bæði á fiskvinnslu og bátaútgerð, og því mikill minnihluti fiskverkenda sem ekki rekur báta að auki.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is