Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. maí. 2015 06:00

Matjurta- og kartöflugarðar á Akranesi lagfærðir

Unnið hefur verið að lagfæringum á matjurta- og kartöflugörðum sem Akraneskaupstaður leigir út í útjaðri bæjarins að norðanverðu. Aðgerðin fólst í því að gera svæðið betra en það hefur verið meðal annars með tilliti til bleytu og aðkomu. „Í fyrra var ástandið á reitunum mjög slæmt, þá var svakalega blautt á svæðinu enda mikil vætutíð. Það var því ákveðið að ekki yrði innheimt gjald fyrir garðana síðasta sumar. Í vetur var svo ákveðið að fara í lagfæringar á svæðinu, til að lenda ekki í þessum aðstæðum aftur,“ segir Íris Reynisdóttir garðyrkjustjóri Akraneskaupstaðar í samtali við Skessuhorn. Hún segir að aðgerðirnar feli í sér að jafna garðana þannig að vatnshalli sé á þeim og vatnið leiði út að skurðum. „Við höfum einnig sett drenmöl og drenskurði. Búið er að jafna garðana og það á að tæta fljótlega. Árangurinn sést strax, garðarnir eru að þorna enda hefur tíðarfarið verið okkur í hag með þessar aðgerðir.“ Þá var einnig ákveðið að laga veginn á svæðinu. „Hann var hækkaður upp þannig að nú er hann hærri en garðarnir sjálfir og síðast en ekki síst var lögð vatnsögn fyrir þá sem vilja vökva,“ segir Íris.

Akraneskaupstaður hefur í áratugi útbúið garðlönd og leigt bæjarbúum. Í dag eru í boði 90 reitir sem eru 100 fermetrar að stærð en einnig er hægt að taka hálfan reit á leigu. Bæjarbúum gefst árlega kostur á að taka reit á leigu en þeir sem hafa leigt áður hafa forgang. Eftir 8. maí næstkomandi verða lausir garðar auglýstir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is