Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. maí. 2015 09:00

Nýr rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar á Akranesi

Nýverið tók nýr rekstrarstjóri til starfa í Húsasmiðjunni á Akranesi. „Ég er búinn að vera hérna í þrjár vikur, það er ekki lengri tími en það,“ sagði Óli B. Jónsson, nýi rekstrarstjórinn þegar blaðamaður Skessuhorns heimsótti hann á skrifstofuna í liðinni viku. Óli er fæddur og uppalinn í Reykjavík og alnafni afa síns. Blaðamaður komst að því eftir að hafa ranglega ávarpað hann Ólaf. Áður en Óli fluttist á Akranes bjó hann á Sauðárkróki og síðan á Bifröst. „Ég er lærður trésmiður og starfaði sem slíkur í 13 ár. Norður á Sauðárkróki í sjö ár og í Reykjavík í sex ár þar á undan. Ég þekki þennan bransa því út og inn, vissi hvernig var að vera á hinum endanum í þessum geira áður en ég tók við þessu starfi og veit núna hvernig landið liggur beggja megin borðsins,“ sagði Óli. „Síðan fór ég að læra viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst og er að klára það nám núna þegar ég kem hingað. Það mun bitna aðeins á náminu,“ bætir Óli við og brosir. „En námið fer svo sem ekkert frá manni, maður getur alltaf lokið því.“

 

Nánar er rætt við Óla í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is