Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. maí. 2015 10:58

Leikskólar á Akranesi verða lokaðir á föstudag

Vegna verkfallsaðgerða félagsmanna í Starfsgreinasambandi Íslands (SGS) verða leikskólar Akraneskaupstaðar lokaðir föstudaginn 8. maí. Er það vegna verkfalls starfsmanna sem ræsta leikskólana, en það hefur í för með sér að leikskólar á Akranesi geta ekki tekið á móti börnum á föstudaginn, þar sem skólarnir hafa þá ekki verið hreingerðir í tvo daga. Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands má ekki vera starfsemi í leikskóla ef ekki hefur náðst að ræsta í tvo daga.

 

 

Verkfallsaðgerðir félagsmanna SGS hófust 30. apríl sl. Starfsmenn Hreint ehf. sem ræsta leikskóla Akraneskaupstaðar eru aðilar að Eflingu sem er aðildarfélag Starfsgreinasambandsins. Allt stefnir því í að verkfallið muni hafa áhrif á starfsemi leikskólanna ef ekki verður samið fyrir morgundaginn, fimmtudaginn 7. maí.

 

Tímasetningar verkfallsaðgerða starfsgreinasambandsins eru eftirfarandi:

6. maí 2015 Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 6. maí)

7. maí 2015 Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 7. maí)

19. maí 2015 Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 19. maí)

20. maí 2015 Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 20. maí)

26. maí 2015 Ótímabundin vinnustöðvun hefst á miðnætti aðfaranótt 26. maí 2015.

 

Ef verkfallsboðunin gengur eftir þá þarf að loka leikskólunum föstudaginn 8.maí, 21. maí og svo frá 28. maí.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is