Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. maí. 2015 02:45

Samningur undirritaður um grænar áherslur á Grundartanga

Fulltrúar sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar, hafnarstjóri og stjórnarformaður Faxaflóahafna undirrituðu nú eftir hádegi samkomulag. Það felur annars vegar í sér stefnuyfirlýsingu um "grænar áherslur í starfsemi, uppbyggingu, gatnagerð og frágang lóða á Grundartanga" og hins vegar ákvæði um sameiginleg markmið, samstarf og verkaskiptingu á iðnaðar- og hafnasvæðinu á Grundartanga.

 

Í þessu samkomulagi er meðal annars kveðið á um að "gerðar verði ríkar kröfur til þess að stafsemi nýrra fyrirtækja hafi í för með sér lágmarksumhverfisáhrif og að stafsemin þar sé þar með ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

 

Ný fyrirtæki sem sæki um iðnaðarlóðir eiga að skila Faxaflóahöfnum, Hvalfjarðarsveit og Skipulagsstofnun umhverfisskýrslu. Í henni á að lýsa fyrirhugaðri starfsemi ítarlega. Skýrslan verður síðan notuð til grundvallar þess hvort viðkomandi verði úthlutað lóðinni. Í samningnum er einnig kveðið á um aukið samstarf við fyrirtæki sem eru á Grundartanga til að ná fram frekari árangri í umhverfismálum.

 

Faxaflóahafnir og Hvalfjarðarsveit munu í framtíðinni eiga með sér formlega samráðsfundi um umhverfismál á Grundartanga og upplýsingamiðlun vegna fyrirtækja sem sýna lóðum á svæðinu áhuga.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is