Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. maí. 2015 11:57

Verkfall bitnar á sjávarútveginum

Útróðramenn og fiskvinnsla á Vesturlandi eru með böggum hildar í gær og í dag vegna verkfalla. Fiskvinnslufyrirtæki eru víðast lokuð og menn þurfa að sæta lagi við landanir þar sem verkföll koma víða í veg fyrir að hægt að sé að koma fiskafla á land, slægja hann, bjóða upp og jafnvel flytja til vinnslu. Hafnirnar eru þó í sjálfu sér opnar, starfsmenn þeirra eru ekki í verkfalli. Fiskmarkaðir í Ólafsvík og á Arnarstapa hafa verið lokaðir í gær og í dag. Sömuleiðis er slægingarþjónustan í Rifi lokuð. Hins vegar hafa menn leitað löndunar í Grindavík og í Stykkishólmi. Fyrstu dagur strandveiðanna hafa þótt þótti frekar dræmir bæði vegna rysjótts veðurfars og kulda en líka þar sem fiskverð á mörkuðum er lágt, líklega vegna verkfallsins.

 

 

 

Til að mynda fengust einungis fengust um 213 krónur fyrir kílóið af óflokkuðum þorski sem boðinn var upp á Snæfellsnesi í byrjun strandveiðivikunnar. Þeir sem lönduðu eftir klukkan 15 á þriðjudag fengu ekki fiskinn flokkaðan. Í Ólafsvík er ekki tekið á móti neinum fiski nema hjá fiskvinnslufyrirtækinu Valafelli. Þar liggur annars öll vinnsla niðri vegna verkfalls starfsfólks í gær og í dag. Hjá Valafelli er hins vegar einn maður sem er verktaki við að slægja fisk og því ekki í verkfalli. Þrír strandveiðibáta eru í föstum viðskiptum hjá fyrirtækinu og var tekið við afla af þeim í gær og hann slægður af viðkomandi verktaka. Skessuhorni var tjáð að eigendur fleiri strandveiðibáta í Ólafsvík hefðu sett sig í samband við Valafell til að fá að leggja upp hjá fyrirtækinu verkfallsdagana en allir fengið neitun. „Það eru allir starfsmenn heima og fleiri tonn af fiski í húsinu sem bíða frekari vinnslu,“ fékk Skessuhorn upplýst á skrifstofu Valafells en starfsmenn þar eru í Verkalýðsfélagi Snæfellinga. Líklega má telja að unnið verði á laugardag hjá mörgum fiskvinnslufyrirtækjum til að bjarga verðmætum og vinna upp tapaðan vinnslutíma vegna verkfalla í gær og í dag.

 

Svipað ástand er uppi í Rifi. „Hér var unnið til klukkan 23 á þriðjudagskvöld, rétt áður en verkfallið hófst. Það bárust 200 kör af fiski úr Tjaldinum eftir þriggja daga veiði og við unnum við að koma þessu í verkun fyrir verkfall,“ segir Fannar Hjálmarsson hjá Fiskverkun KG í Rifi. Þar voru allir starfsmenn nema verkstjórar og aðrir stjórnendur fyrirtækisins í verkfalli í gær og í dag.

 

Mjög margir þeirra sem hafa róið í gær og í dag hafa leitað löndunar í Grundarfirði. Margir strandveiðibátar gerðu það í gær, sem og dragnótarbáturinn Steinunn SH frá Ólafsvík. Í Grundarfirði hefur fyrirtækið Djúpiklettur samið við starfsmenn sína sem eru í Verkalýðfélagi Akraness. Það sinnir því löndunarþjónustu. Daglegar ferðir flutningabíla eru til og frá Grundarfirði en lágmarks þjónusta. Í Stykkishólmi hefur sömuleiðis verið hægt að landa fiski. Margir bátar eru að á veiðum við Snæfellsnes í dag. Eftir því sem Skessuhorn kemst næst stefna margir til löndunar í Grundarfirði eða þeir kjósa að láta fiskafla dagsins bíða ísaðan um borð í bátunum í nótt til að landa svo í bítið í fyrramálið þegar þessari hrinu verkfalla er lokið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is