Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. maí. 2015 12:12

Verkalýðfélag Akraness semur við atvinnurekendur

„Við erum búnir að gera 12 samninga við fyrirtæki sem hafa komið til okkar að fyrra bragði og sagst vera tilbúin að koma til móts við okkar kröfur. Grundvallarreglan hjá okkur er að taka slíkum boðum. Það er ábyrgðarlaust að senda fólk í verkfall ef atvinnurekendur vilja semja. Það sem gerist við þetta er að við hjá Verkalýðsfélagi Akraness komum viðkomandi fyrirtæki undan verkfalli og allir græða. Þetta eru fyrirtæki sem eru utan Samtaka atvinnulífsins. Ég vil á þessari stundu ekki upplýsa hvaða fyrirtæki þetta eru, um það ríkir trúnaður,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness. Eitt þessara fyrirtækja er löndunarþjónustan Djúpiklettur í Grundarfirði. Starfsemi þess gerir það að verkum að tekið er við fiski til löndunar í bænum þó lokað sé í Ólafsvík, í Rifi og á Arnarstapa. Á Facebook-síðu formanns Verkalýðsfélags Akraness kom einnig fram í gærkvöldi að búið væri að semja við Faxaflóahafnir um nýjan kjarasamning fyrir hafnarverði.

 

 

Vilhjálmur Birgisson segir að öll fiskvinnsla sé lömuð á Akranesi bæði í gær og í dag. „Þú sérð til dæmis enga bíla fyrir utan fiskiðjuver HB Granda. Bensínstöðvar eru í lamasessi. Öl ræsting liggur víðast niðri. Hópferðabílstjórar hjá Strætó eru í verkfalli utan einn maður frá Eflingu sem hefur verið að keyra milli Akraness og Reykjavíkur.“

 

Starfsmenn í gjaldskýlum Spalar eru sömuleiðis í verkfalli. Á meðan er frítt í Hvalfjarðargöngin og þau opin. „Hrokinn hjá Speli er enn alls ráðandi. Þeir halda göngunum opnum þvert á öll öryggissjónarmið. Þeir voru þó ekki gjafmildari þar blessaðir en að þeir ákváðu að fara í hreinsun á göngunum í gær og loka þeim á meðan. Þannig nýta þeir sér verkfallið þegar þeir eru án tekna til að fara í þessar framkvæmdir. Við hjá verkalýðsfélaginu ætlum ekki að láta þá hjá Speli ögra okkur til þess að fara í aðgerðir gegn þeim svo sem með því að loka umferð um göngin. Það er bara fínt að Verkalýðsfélag Akraness og stafsmenn Spalar sjái til þess að fólk fær nú frítt í göngin. Það er gott að eitthvað er frítt í þessu samfélagi,“ segir Vilhjálmur Birgisson auðheyrilega ánægður með að nú upplifi allir hvílíkt frelsi og léttir það er að lifa í heimi þar sem almenningur býr við gjaldfrjálsar ferðir undir Hvalfjörð.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is