Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. maí. 2015 04:01

Sjóræningjar stefna á hvalveiðar

Herskáu samtökin Sea Shepherd, undir forystu Bandaríkjamannsins Paul Watson, virðast undirbúa að senda skip sín í sumar til að trufla hvaleiðar Íslendinga, Norðmanna og Færeyinga. Tvö skipa samtakanna, sem bera nöfnin Bob Barker og Sam Simon, liggja nú samkvæmt vefsíðunni marinetraffic.com, í Bremen í Þýsklandi. Sea Shepherd undir forystu Paul Watson hafa gegnum árin sökkt og unnið önnur skemmdarverk á nokkrum norskum hrefnuveiðibátum. Samtökin hafa einnig reynt að trufla færeyskar grindhvalaveiðar. Árið 1986 sökktu liðsmenn Sea Shepherd tveimur hvalveiðibátum Hvals hf. í Reykjavíkurhöfn. Til Bremen komu skipin Bob Barker og Sam Simon nýlega eftir að hafa um margra vikna skeið stundað eltingarleik við fiskiskip sem stunduðu ólöglegar veiðar í Suður Íshafi. Því lyktaði með því að áhöfn eins skipsins sökkti því fyrir augum liðsmanna Sea Shepherd. Þessi atburður vakti mikla athygli í fjölmiðlum víða um heim. Sjónvarpsstöðin Animal Planet hefur gert heimsfræga þætti um erjur Sea Shepherd við japanska hvalfangara sem kallast Whale Wars.

 

 

Undanfarin tíu ár hafa liðsmenn Sea Shepherd einmitt verið uppteknir við að trufla vísindaveiðar Japana í Suður Íshafi. Síðustu misseri snéru þeir sér síðan að ólöglegum tannfiskveiðum á sömu slóðum. Þarna hefur Sea Shepherd nú lýst yfir sigri. Skipafloti samtakanna hefur stækkað mjög á síðustu árum og svo er að sjá að þau hafi nægt fé milli handanna. Fyrir 13 árum gerði Sea Shepherd út eitt skip. Í dag eru þau átta talsins og verið er að útbúa það níunda. Talsmaður samtakanna segir í samtali við áströlsku fréttastofuna ABC að Sea Shepherd hafi aldrei verið sterkara en í dag og að samtökin hafi mikið verk að vinna í Norður Atlantshafi. Norskir hrefnuveiðimenn sem vefmiðillinn Nettavisen í Noregi ræðir við segjast taka tíðindum af hugsanlegri heimsókn Sea Shepherd með ró. Þeir séu að mestu við veiðar við strendur Noregs þar sem norski sjóherinn standi sterkt. Hvalveiðimenn í Noregi telja að Sea Shepherd ætti frekar að nota skip sín til að bjarga flóttafólki úr Miðjarðarhafi. „Þannig hefðu þeir gert gagn,“ segir Ivar Kristiansen hrefnuveiðimaður í samtali við Nettavisen. Hrefnuveiðar eru þegar hafnar við Noreg og í þann veg að hefjast við Ísland. Stórhvalaveiðar Hvals hf. á langreyðum hefjast væntanlega um miðjan júní.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is