Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. maí. 2015 11:01

Segja nauðsynlegt að tryggja Framkvæmdasjóði ferðamannastaða peninga

„Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) lýsa yfir ánægju sinni með að ráðherra ferðamála hafi nú tekið þá ákvörðun að draga allar hugmyndir um náttúrupassa til baka. Eftir stendur hins vegar það brýna verkefni að byggja upp við fjölsótta ferðamannastaði. Margar náttúruperlur í landinu eru komnar að þolmörkum og því ljóst að aðgerða er þörf. SAF taka heilshugar undir tillögu ráðherra ferðamála þess efnis að uppbyggingin verði fjármögnuð í gegnum fjárlög. Slíkt fyrirkomulag er í samræmi við þá umsögn sem samtökin sendu frá sér í tengslum við frumvarp um náttúrupassa,“ segir í tilkynningu.

 

 

Þá segir að ljóst sé að ferðaþjónustan er orðin leiðandi atvinnugrein hér á landi. „Greinin aflar þjóðarbúinu gríðarlegra tekna, skapar atvinnu, eflir byggðarlög um allt land og styður svo um munar við aðrar atvinnugreinar. Rétt er að geta þess að um næstu áramót mun ferðaþjónustan öll fara inn í virðisaukaskattskerfið og þannig tryggja ríkissjóði enn frekari tekjur af greininni. Í ljósi mikils tekjuauka ríkissjóðs er eðlilegt að uppbygging og viðhald ferðamannastaða sé sett í forgang og stjórnvöld tryggi strax opinbert fjármagn til nauðsynlegrar uppbyggingar grunnþjónustu ferðamannastaða. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða er best til þess fallinn að stuðla að þessari nauðsynlegu uppbyggingu. Tryggja þarf sjóðnum nægjanleg fjárframlög á þessu ári og því næsta þannig að hann geti sinnt hlutverki sínu með sóma.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is