Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. maí. 2015 05:00

Byggðarráði afhentur undirskriftalisti vegna GBF

Fulltrúar íbúa í Borgarfirði afhentu í morgun byggðarráði Borgarbyggðar undirskriftalista þar sem skorað er á stjórnendur sveitarfélagsins að falla frá fyrirhuguðum breytingum á rekstri Grunnskóla Borgarfjarðar (GBF). Listinn samanstóð af 437 skriflegum undirskriftum auk 111 rafrænna. Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir, fulltrúi íbúa á svæðinu, afhenti byggðarráði listann og hélt stutta tölu við tilefnið. Þar sagði hún meðal annars að starfsstöðvar GBF væru ekki bara vinnustaðir fjölda fólks, eða menntastofnanir yngstu íbúanna, heldur einnig límið í samfélaginu. Hún sagði gríðarlega samstöðu meðal íbúa sveitarfélagsins, fólk vildi halda í starfsstöðvarnar í núverandi mynd vegna þess hve mikilvægar það telur þær fyrir samfélagið.

Í kjölfarið las Þóra Geirlaug upp áskorunina sem fylgdi undirskrifalistunum. Hún hljóðar svo:

 

 

„Við undirrituð, íbúar í Borgarbyggð, stöndum heilshugar vörð um Grunnskóla Borgarfjarðar (GBF). Blómlegt samfélag líkt og Borgarbyggð þarf að hafa sterkar grunnstoðir. Þær eru fyrir hendi og þurfa að vera það áfram ef að áframhaldandi uppbygging á að vera í sveitarfélaginu. Þær öflugu starfsstöðvar Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum og á Varmalandi eru styrkur sveitarfélagsins en ekki veikleiki og við skorum á sveitarstjórn að halda starfsemi áfram á öllum stöðvum í núverandi mynd.“

 

Að endingu lokinni bað Þóra Geirlaug þá sem valdið hafa að horfa til framtíðar þegar komi að hagræðingarframkvæmdum. „Skólarnir okkar eiga að vera síðastir í röðinni þegar kemur að niðurskurði, ekki fyrstir,“ sagði hún.

 

Það var Guðveig Eyglóardóttir, formaður byggðarráðs og formaður fræðslunefndar, sem tók við undirskriftalistunum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is