Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. maí. 2015 12:55

Stofnanir og fyrirtæki af Vesturlandi meðal verðlaunahafa

Í lok síðustu viku voru kynntar niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins - Borg og bær 2015 í Hörpunni að viðstöddu fjölmenni. Það er Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar sem gengst fyrir valinu og var könnunin nú framkvæmd í fjórða sinn. Í flokki stærri stofnana bar Frístundamiðstöðin Frostaskjól í Reykjavík sigur úr býtum en í flokki minni stofnana var leikskólinn Garðasel á Akranesi sigurvegari og leikskólinn Vallarsel, einnig á Akranesi, vermdi annað sætið. Þá var einnig tilkynnt um niðurstöður könnunarinnar Stofnun ársins sem SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu, velur og Fyrirtæki ársins á vegum VR.

Þetta er í tíunda sinn sem SFR velur Stofnun ársins. Könnunin er unnin af Gallup í samstarfi við VR, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og efnahags- og fjármálaráðuneytið og er ein sú stærsta sinnar tegundar á landinu. Alls fengu tæplega 50 þúsund starfsmenn á almennum og opinberum vinnumarkaði könnunina senda og er val á Stofnunum ársins byggt á svörum tæplega 12 þúsund starfsmanna hjá ríki og sjálfseignarstofnunum. Stofnanir ársins 2015 eru þrjár, í mismunandi stærðarflokkum. Ríkisskattstjóri er sigurvegari í flokki stórra stofnana, Menntaskólinn á Tröllaskaga er stofnun ársins í flokki meðalstórra stofnana og Héraðsdómur Suðurlands í flokki minni stofnana. Í hverjum flokki hljóta efstu stofnanirnar sæmdarheitið Fyrirmyndarstofnun og eru tvær stofnanir á Vesturlandi sem hljóta slíka viðurkenningu í flokki meðalstórra stofnana. Það eru Fjölbrautaskól Snæfellinga og Landmælingar.

 

 

Johan Rönning, Miracle og Vinnuföt eru Fyrirtæki ársins 2015 samkvæmt niðurstöðum könnunar VR, hvert í sínum stærðarflokki. Þetta er í þriðja ár sem þessi fyrirtæki bera sigur úr býtum en aldrei áður hafa sömu fyrirtæki vermt efstu sæti allra listanna þrjú ár í röð. VR telur ástæðu til að vekja sérstaka athygli á þeim fyrirtækjum sem eru í tíu efstu sætum í hverjum flokki og fá þau titilinn Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2015. Spölur er eitt þeirra fyrirtækja sem fær þann titil í flokki lítilla fyrirtækja.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is