Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. maí. 2015 02:05

Hernámssetur býður til friðarhátíðar

Í dag eru liðin 70 ár frá lokum seinni heimsstyrjaldar í Evrópu en þennan dag gafst Þýskaland upp án skilyrða. Hernámssetrið að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd býður af þessu tilefni öllum á Friðarhátíð að Hlöðum sunnudaginn 10. maí nk. milli klukkan 14.00 og 16.00.


Hvalfjörður gegndi mikilvægu hlutverki
í síðari heimsstyrjöldinni. 
Innst í Hvalfirði var flotastöð bandamanna og herskipalægi. Utar í firðinum var skipalægi og viðkomustaður skipalesta á leið til Sovétríkjanna frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Gat þar oft að líta stærstu herskip veraldar sem veittu skipalestunum vernd gegn orrustuskipum þýska flotans í Noregi. Um eins og hálfs árs skeið, frá miðju ári 1941, var kaupskipum frá Bretlandi og Bandaríkjunum safnað saman í Hvalfirði til siglingar í skipalestum norður fyrir land til rússneskra hafna. Hætt var að hafa þennan hátt á í árslok 1942 og sigldu Rússlands-skipalestirnar eftir það beint frá Skotlandi án viðkomu.

Herskipadeildir og fylgdarskip skipalesta höfðu þó viðkomu hér á landi eftir sem áður. Breski flotinn starfrækti flotastöð sína í Hvítanesi til stríðsloka en hóf þá brottflutning. Tundurdufla- girðingunni undan Hálsnesi var eytt í sprengingu í maí og kafbátanetunum sökkt, þar sem þau lágu þvert yfir fjörðinn, og höggvið á landfestar þeirra. Olíustöðin, sem Bandaríkjamenn reistu fyrir Breta, var rekin af bresku olíufélagi frá ársbyrjun 1944. Fyrirtækið réð til þessa verks um 30 íslenska starfsmenn sem höfðu aðsetur í skálahverfinu á Miðsandi. Að styrjöldinni lokinni tók Bandaríkjafloti aftur við olíustöðinni og seldi hana ríkissjóði Íslands.

Á dagskránni á Hlöðum á sunnudag verða stutt ræðuhöld og lifandi tónlist. Alexandra Chernyshova, sópran söngkona í Hvalfjarðarsveit syngur. Séra Kristinn Jens Sigurþórsson sóknarprestur í Saurbæ flytur erindi um frið. Sendiherra Bretlands á Íslandi mun færa Hernámssetrinu breskan herbúning sem er nákvæm eftirlíking af búning bresks hermanns sem tók þátt í innrás Bandamanna í Normandí í Frakklandi í júní 1944. Einnig verður formlega opnað nýtt sýningarherbergi og Guðjón Sigmundsson frumflytur hljóðupptöku sem afi hans gerði í stríðslok á gamla 78 snúninga hljómplötu fyrir 70 árum. Kaffiveitingar verða í boði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is