Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. maí. 2015 02:31

Listsýningin Learning to Fly í Akranesvita

Danielle DeRoberts er amerískur listamaður og fatahönnuður frá smábænum Telluride í Colorado í Bandaríkjunum. Á morgun, laugardag mun hún opna sýningu sína „Learning to Fly... Soul Flight“ í Akranesvita. Sýningin er nefnd eftir samefndu lagi Pink Floyd, Learning to Fly. Hún samanstendur af málverkum og teikningum í innsetningu þar sem listamaðurinn sjálfur er viðfangsefnið. Það er því um sjálfsmyndir að ræða „Það var spennandi en einnig dálítið ógnvekjandi að mála sjálfa sig. Ég hef aldrei gert það áður,“ sagði Danielle í samtali við Skessuhorn fyrr í vikunni. Myndirnar eru málaðar með fatalit á bómullarstriga sem einnig er saumað í til að ljá verkunum þrívíddarblæ. Myndirnar eru síðan hengdar upp á bera veggi Akranesvita og lýstar upp aftan frá. „Hver mynd táknar eina línu úr texta Pink Floyd lagsins. Ég er mikill aðdáandi hljómsveitarinnar og sæki gjarnan innblástur verk hennar. Flugvélavængir ganga eins og rauður þráður gegnum sýninguna og er það bein vísun í lagið,“ segir Danielle.

Ótrúlegar tilviljanir

Þegar blaðamaður spyr hana hvers vegna hún hafi ákveðið að setja upp sýningu í Akranesvita brosir Danielle og segir það ótrúlega röð tilviljana. „Vinkona mín Pia Kamala kom hingað síðasta haust og heimsótti meðal annars Akranesvita. Hún hugsaði strax til mín, minntist þess að móðir mín hafði safnað litlum vitum alla ævi. Þegar hún gekk um vitann rak hún síðan augun í skrifaðan geisladisk. Á hann hafði verið skrifað með tússpenna: Pink Floyd. Hún sagði mér frá þessu og kom mér í samband við Hilmar Sigvaldason. Ég upplifi þetta allt saman eins og örlögin hafi ráðið för, mér finnst eins og staðurinn hafi valið mig, ekki öfugt,“ segir Danielle.

 

Hilmar Sigvaldason vitavörður kveðst fullur eftirvæntingar fyrir opnun sýningarinnar á laugardaginn. „Ég er rosalega spenntur. Þetta er fyrsti erlendi listamaðurinn sem heimsækir vitann og skemmtilegt að þessar tilviljanir hafi ráðið því að Danielle heldur sýna fyrstu sýningu utan heimalandsins hér á Akranesi,“ segir Hilmar.

 

Áhugasömum er bent á að sýningin verður opnuð kl. 13:00 á morgun, 9. maí og verður uppi þar til í lok júní.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is