Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. maí. 2015 06:56

Heimasigur í fyrsta leik Víkings í fyrstu deild

Víkingur Ólafsvík spilaði sinn fyrsta leik í fyrstu deild í gær þegar liðið tók á móti Haukum. Góð stemning var fyrir leikinn og var boðið upp á grillaðar pylsur og Svala. Völlurinn var í góðu ástandi miðað við árstíma og kuldakastið sem hefur verið undanfarið. Leikurinn var mjög jafn en Víkingar voru ívið sterkari. Mikil barátta var og bar hann þess merki að þetta var fyrsti leikur liðanna í sumar. Víkingar unnu leikinn 1-0 og skoraði Alfreð Már Hjaltalín sigurmarkið á 32. mínútu. Aðdragandi marksins var einkar glæsilegur þar sem Guðmundur Reynir Gunnarsson og Kristófer Eggertsson léku vel upp vinstri kantinn sem endaði með góðri fyrirgjöf þess fyrrnefnda.

Um 400 manns voru á leikum sem spilaður var við erfiðar aðstæður; mikill vindur og kuldi sem sem gerði leikmönnum og áhorfendum erfitt fyrir. Víkingasveitnn sér um að velja leikmann dagsins og að þessu sinni var Admir Kubat sem fékk það sæmdarheiti. Næsti leikur Víkings er á móti Gróttu á laugardaginn.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is