Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. maí. 2015 11:10

Reynslutúr á nánast nýjum Sverri SH

Línubáturinn Sverrir SH er kominn til heimahafnar í Ólafsvík eftir miklar breytingar sem gerðar voru í Bátahöllinni á Hellissandi. Eins og áður hefur komið fram í Skessuhorni var báturinn nánast allur tekinn í gegn og var einungis kjölurinn og brú skilin eftir áður en endurbygging hófst. Ný John Deere vél var sett í bátinn auk þess sem hann var lengdur og breikkaður. Nú er hann tæplega 12 metra langur og 14,9 tonn í stað 9 brúttótonna áður. Meðal nýs búnaðar er hliðarskrúfa að aftan. Að sögn Örvars Marteinssonar skipstjóra urðu talsverðar tafir á verkinu, en á móti kemur að vel er vandað til verka hjá Bátahöllinni og vinnubrögð til fyrirmyndar. Um rafmagn sá Mareind í Grundarfirði.

 

 

Sverrir SH fór sinn fyrsta túr í gær og sagði Örvar að báturinn hafi reynst mjög vel þrátt fyrir leiðindaveður. Ekkert óvænt kom hins vegar uppá í þessari fyrstu veiðiferð. „Þetta er allt annað líf. Báturinn er góður í sjó og mikið dekkpláss. Auk þess komum við fleiri körum í lest en áður og fer það að sjálfsögðu betur með allan afla,“ segir Örvar og bætir við að nánast sé hægt að tala um nýjan bát. „Nú megum við hafa okkur alla við að ná kvótanum, áður en línuaflinn fer að detta niður, en það gerist að jafnaði um 20. maí. Það er allavega mín reynsla,“ segir Örvar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is