Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. maí. 2015 11:19

Fyrsti sigur Skagamanna í sumar

Lið ÍA í knattspyrnu karla atti kappi fyrir framan 1200 áhorfendur í Breiðholtinu í gærkvöldi. Var þetta fyrsti heimaleikur Leiknis í efstu deild í sögu félagsins. Teitur Pétursson kom inn í lið Skagamanna í stað Darren Lough. Að öðru leyti var byrjunarliðið óbreytt. Jafnt var á með liðum í fyrri hálfleik. Skagamenn máttu þó teljast heppnir að lenda ekki undir eftir mistök Árna Snæs í markinu sem missti boltann í öftustu línu en Ármann Smári bjargaði á línu.

 

Hálfleiksræða Gunnlaugs Jónssonar virðist hafa náð til leikmanna. Þeir mættu af krafti í síðari hálfleik og Albert Hafsteinsson fékk tvö ágæt marktækifæri áður en eina mark leiksins leit dagsins ljós. Arsenij Buinickij vann boltann á miðsvæðinu, sendi út á vinstri kant á Marko Andelkovic sem gaf fyrir markið. Þar fann knötturinn koll Garðars Gunnlaugssonar sem skallaði boltann í fjærhornið og kom Skagamönnum yfir en Eyjólfur Tómasson var ekki sannfærandi í marki Leiknismanna. Eftir markið sóttu Leiknismenn en tókst ekki að skapa sér færi fyrr en á lokaandartökum leiksins og hefðu getað stolið stigi en skot Hilmars Árna Halldórssonar small í stönginni. Lokatölur á Leiknisvelli 1-0, Skagamönnum í vil.

 

Næsti leikur Skagamanna er heima á sunnudaginn gegn lærisveinum Óla Þórðar í Víkingi og hefst klukkan 19:15.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is