Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. maí. 2015 01:18

Sumarsýning Leir7 nefnist „Snúningur – Núningur“

Á laugardaginn næsta klukkan 15 verður opnuð sýning sumarsins í Leir7 í Stykkishólmi. Sýningin nefnist Snúningur- Núningur. „Átta listamenn sem aðallega fást við málverk í sinni myndlist sýna þar myndir af keramiki. Hver og einn hefur valið einn keramikhlut sem fyrirmynd og túlkar hann hann á sinn veg. Forvitnilegt er að skoða hvernig listamennirnir nálgast bilið á milli tvívíddar og þrívíddar, hvernig hið jarðbundna keramik fer á flug í málverkinu eftir sýn hvers og eins,“ segir í tilkynningu vegna fyrirhugaðrar sýningar. Helgi Þorgils Friðjónsson er sýningastjóri og verður einnig með verk á sýningunni. Hann hefur valið og boðið til þátttöku fjölbreyttum hópi myndlistarmanna en auk hans er þau Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir, Valgerður Guðlaugsdóttir, Erla Þórarinsdóttir, Lisa Milroy, Helgi Már Kristinsson, Birgir Snæbjörn Birgisson og Guðjón Ketilsson.

 

 

Í hugleiðingum Helga Þorgils um sýninguna segir meðal annars:

„Ég velti fyrir mér persónulegri frásögn eða sögulegri og þar með hugmyndinni um hringrásina og snúninginn. Hvernig snúningurinn dregur upp formið og hvernig rásirnar í bollanum eða krúsinni draga mann inn í djúpið. Það er eins konar líflína handar og krúsar. Hugmyndin um það hvernig formið verður til og hvernig það er handleikið og notað verður líka til með notandanum. Allt þetta er dregið saman í tvívíða mynd. Þannig valdist þessi hópur listamanna saman.“

 

Sumarsýning Leir7 stendur fram í september. Þetta er fjórða sumarið sem efnt er til sýninga, en þær hafa verið afar fjölbreyttar og flestar snúist um keramik eða önnur efni sem sýnendur hafa unnið með eigin höndum með aðferðum sem þeim er tamt að vinna með. Opið er í Leir7 alla virka daga milli kl. 14 og 17, laugardaga frá kl. 14-16. „Velkomið er að líta inn á öðrum tíma eða þegar einhver er á verkstæðinu,“ segir í tilkynningunni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is